Líf og fjör á Öskudeginum

Frá Öskudeginum 2014
Frá Öskudeginum 2014
Það var líf og fjör í Fjallabyggð í gær á Öskudaginn. Börn og ungmenni uppáklædd í hinum ýmsu búningum gengu á milli fyrirtækja og sungu í þeirri von að fá góðgæti fyrir. 
Í íþrótthúsinu í Ólafsfirði var skemmtun þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og börn léku sér í þrautabraut sem foreldrafélag Leifturs hafði umsjón með. Góð mæting var í íþróttahúsið. Hér eru örfáar myndir af furðu- og kynjaverum sem heimsóttu bæjarskrifstofuna ásamt ungum dreng sem "sló" köttinn úr tunnunni.


Þessi ungi drengur sló köttinn úr tunnunni. Fékk að launum fullan poka af góðgæti.


Hress og söngglöð ungmenni sungu fyrir starfsfólk bæjarskristofunnar.


Þessar ungu stúlkur sungu vel.