Lífshlaup ÍSÍ
Úrslit liggja nú fyrir í Lífshlaupi ÍSÍ. Alls voru sjö fyrirtæki sem tóku þátt en sex þeirra voru með
skráningu undir Fjallabyggð. Arionbanki í Ólafsfirði var hluti af liði bankans á landsvísu.
Í flokki fyrirtækja með 3 - 9 starfsmenn voru það Siglufjarðarapótek og RSK-Siglufirði sem tóku þátt. Bæði þessi
fyrirtæki voru á topp 10 lista bæði yfir hlutfall daga og hlutfall mínútna. Siglufjarðarapótek var í 3. sæti út frá
hlutfalli daga (19,6) og í fjórða sæti yfir hlutfall mínútna eða með 1,818 mínútur skráðar. RSK varð í 9.
sæti út frá hlutfalli daga (17,33) og í 7. sæti yfir hlutfall mínútna eða með rúmar 1.471 mínútur skráðar.
Í flokki fyrirtækja með 10 - 29 starfsmenn voru þrjú lið skrá til leiks, bæjarskrifstofan og leikskólarnir, Leikhólar og
Leikskálar. Starfsmenn bæjarskrifstofunnar voru í 17. sæti út frá hlutfalli daga (16,95) og í 11. sæti út frá hlutfalli
mínútna eða með rúmar 1.336 mínútur. Árið 2013 varð bæjarskrifstofan í 31. sæti þannig að starfsmenn þar
skila góðri bætingu á milli ára.
Starfsmenn Leikhóla voru með 10.83 daga (63. sæti) og 537 mínútur (94. sæti) og starfsmenn Leikskála með 10,78 daga (64. sæti) og 718
mínútur (67. sæti). Alls voru 155 vinnustaðir skráðir til leiks í þessum flokki.
Í flokki fyrirtækja með 30 - 69 starfsmenn var Grunnskóli Fjallabyggðar skráður til leiks. Hlutfall mínútna var skráð 7.95 (44.
sæti) og hlutfall mínútna var skráð 615,7 mínútur (43. sæti). Alls voru 110 vinnustaðir skráðir til leiks í þessum
flokki.
Innan Arionbanka voru það svo Alda og andarungarnir (Ólafsfjarðarútibú) sem bar sigur úr býtum
út frá hlutfalli daga en þar voru allir 7 starfsmenn virkir allar þrjár vikurnar.
Í grunnskólakeppninni voru nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar skráðir til leiks í flokki grunnskóla með 150 - 399 nemendur og varð
skólinn í 5. sæti út frá hlutfalli daga með 5.34 daga skráða.
Á lista yfir sveitarfélög varð Fjallabyggð svo í 34. sæti og hækkar um 12 sæti frá árinu á undan.