Nemendur 7. bekkjar sem tóku þátt í upplestrarkeppninni.
Stóra upplestrarkeppnin er haldin um land allt í 7. bekkjum grunnskólanna. Hún var haldin fyrst veturinn 1996-1997 í skólum í Hafnarfirði og
Álftanesi en hefur síðan þá dreifst í flesta skóla hringinn í kringum landið.
Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á upplestri og vönduðum framburði. Keppnin hefst ár hvert á degi
íslenskrar tungu 16. nóvember en þá hófst ræktunarhluti keppninnar, nemendur hafa verið að æfa sig síðan þá og
lýkur með lokahátíð í hverju hérðaði í mars.
Í gærkvöldi fór keppnin fram í Fjallabyggð og tóku langflestir nemendur 7. bekkjar þátt. Fjórir flytjendur voru valdir til að keppa fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar í lokakeppninni sem fer fram í Bergi
á Dalvík þann 19. mars næstkomandi. Fyrirkomulag keppninnar var þannig að nemendur komu tvisvar sinnum upp og lásu. Í fyrri umferð
lásu nemendur texta úr bókinni Leyndardómar ljónsins eftir Brynhildi Þórarinsdóttur og í þeirri síðari
ljóð að eigin vali.
Þriggja manna dómnefnd sem skipuð var þeim Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur aðstoðarskólameistara Menntaskólans á
Tröllaskaga, Kristni Reimarssyni, markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar og Guðnýju Pálsdóttur fyrrverandi kennara við Grunnskóla
Siglufjarðar fylgdist vel með frammistöðu nemenda í gær og komst að sameiginlegri niðurstöðu með val á þeim fjórum nemendum sem
keppa í Bergi í næstu viku. Nemendurnir eru; Anna Día Baldvinsdóttir, Rut Jónsdóttir, Álfheiður Birta Þorsteinsdóttir og
Hólmfríður Sturludóttir, varamaður verður Árni Haukur Þorgeirsson.
Rut, Hólmfríður, Anna Día, Álfheiður Birta og Árni Haukur stóðu sig best í gær að mati dómnefndar.
Hluti þátttakenda í upplestrarkeppninni.
Hluti þátttakenda í upplestrarkeppninni.