Fréttir

Hundaeigendur athugið

Samkvæmt samþykktum um hundahald á Siglufirði og í Ólafsfirði skal hundur aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í festi og í fylgd með manni, sem hefur fullt vald yfir honum. Eiganda hunds ber einnig skylda til að hreinsa upp saur eftir hund sinn samkvæmt sömu samþykktum.
Lesa meira

Gönguferð upp á Dalaskarð

Siglufjarðar deild FÍ býður til gönguferðar upp á Dalaskarð Laugardagin21.júní 2007 kl. 22.00 – 02:00. Hægt er að finna dagskránna hér.
Lesa meira

Siglingakeppni - Frestað

Ákveðið hefur verið að fresta siglingakeppninni sem vera átti á laugardaginn. Ákvörðun þessi er tekin af verkefnisstjóra og siglingaklúbbnum Nökkva á Akureyri sem sjá átti um keppnina. Ástæðan er m.a. slæmt veður, þ.e.s. veðrið undanfarið hefur gert keppendum erfitt fyrir að koma til mótsins. Því var ákveðið að fresta keppninni um óákveðinn tíma.
Lesa meira

Kynning á siglingakeppninni

Þórir bæjarstóri kynnir siglingakeppnina í sem haldin verðu á Siglufirði 21. júní í Morgunútvarpi Rásar 2. á mánudaginn kl 8:12. Þátturinn byrjar klukkan 06:45 og er til klukkan 09:00. Umsjónarmenn eru Gestur Einar og Hrafnhildur http://www.ruv.is/morgunutvarp/
Lesa meira

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins 2008

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins 2008 haldin í samstarfi við Fjallabyggð vegna 90 ára afmælis Siglufjarðarkaupstaðar.
Lesa meira

N4 í Fjallabyggð

Nú er komið að því. Fyrir nokkrum mínútum hófust útsendingar N4 Sjónvarp Norðurlands í gegnum dreifikerfi Digital Ísland á rás 15. Eins og íbúar Fjallabyggðar vita náðum við hér í Fjallabyggð takmörkuðum fjölda rása Digital Íslands en nú hefur orðið breyting á. Auk fjölda ruglaðar sjónvarpstöðva sem hægt er að kaupa áskrift af hjá Digital Ísland er þar að finna nokkrar óruglaðra sjónvarpsstöðvar eins og N4. Þó er einungis hægt að ná þessum stöðvum sé maður með afruglara frá Digtail Ísland eða með sjónvarp með sérstökum digital móttakar (DVB). Hægt er að skoða dagskrá N4 hér http://www.n4.is/page/dagskra/ 
Lesa meira

Flækingur í Ólafsfirði

Viðkomustaður flækings í dag er Ólafsfjörður. Flækingur mun þvælast um landið á hverjum virkum degi á Rás 1 í sumar. Í hverjum þætti er tekinn fyrir ákveðinn staður, þorp eða eyja. Rætt við fólkið sem þar býr til þess að draga upp eins konar mannlífsmynd af staðnum.  
Lesa meira

Bilun á Interneti

Nettenging til Akureyrar var að hluta niðri frá klukkan rúmlega 13:00 í gær, og því rofnaði sambandið við Stefnu ehf,. tölvufyrirtækisins sem meðal annars hýsir vefina www.fjallabyggs.is, www.sksiglo.is, www.n4.is og fleiri norðlenska vefi. Orsökin mun hafa verið aðgæsluleysi við gröfuvinnu einhversstaðar í nágrenni Akureyrar. Unnið var að viðgerð á viðkomandi línu í allan daginn og komst samband ekki á fyrr en rúmlega 20:00 í gærkvöldi. 
Lesa meira

Bjössi gerir það gott í golfinu

Núna um helgina var annað KB-bankamótið í golfi haldið í Keflavík en þessi mótaröð er fyrir bestu og forgjafarlægstu kylfinga landsins. Leiknar eru 36 holur og keppt var laugardag og sunnudag. Kylfingurinn Sigurbjörn Þorgeirsson úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar var á meðal þátttakenda og stóð hann sig frábærlega. Hann endaði í 5. sæti af þeim 108 kylfingum sem hófu leik, 3 höggum frá fyrsta sætinu. Veðrið setti strik í reikninginn fyrri daginn með miklu hvassviðri og rigningu en blíðviðri var þann seinni. Sigurbjörn spilaði holurnar 36 á 150 höggum.  
Lesa meira

Garðsláttur

Af gefnu tilefni er bent á að garðsláttur í heimahúsum er eingöngu í boði fyrir eldriborgara og öryrkja sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu.
Lesa meira