Siglingakeppni - Frestað

Ákveðið hefur verið að fresta siglingakeppninni sem vera átti á laugardaginn. Ákvörðun þessi er tekin af verkefnisstjóra og siglingaklúbbnum Nökkva á Akureyri sem sjá átti um keppnina. Ástæðan er m.a. slæmt veður, þ.e.s. veðrið undanfarið hefur gert keppendum erfitt fyrir að koma til mótsins. Því var ákveðið að fresta keppninni um óákveðinn tíma.

Haldin verður siglingakeppni á Siglufirði laugardaginn 21. júní.  Þetta er svokölluð kjölbátakeppni og sem eru frekar stórar skútur. Keppendur verða ræstir kl. 08:00 á laugardagsmorguninn frá Siglufjarðarhöfn og siglt verður fyrir Grímsey og til baka.

Þessi keppni er í raun undanfari alþjóðlegs móts sem fara á að auglýsa. Því verður mikið um myndatökur og annað sem notað verður til að útbúa til auglýsingaefni.

Það mun að öllum líkindum taka um 12-15 tíma að sigla þessa vegalengd og verður því komið í mark upp úr miðnætti. Þegar í mark verður komið verður haldin verðlaunaafhending í Síldarminjasafninu en verðlaun eru í boð Sparisjóðs Siglufjarðar. Von á minnst 4 skútum, 2 frá Akureyri og 2 frá Ísafirði.