27.05.2008
Nýlega afhenti Mogomusic ehf í Ólafsfirði og Þórarin Hannesson á Siglufirði, Regnbogabörnum 400.000 kr. að gjöf. Gjöfin er til komin vegna sölu á geislaplötunni Dyggðirnar sem inniheldur 15 lög eftir Þórarin Hannesson með textum eftir Herdísi Egilsdóttur. Textarnir eru úr bókunum Betri skapgerð sem Listfengi ehf. gefur út og eru m.a. notaðar í mörgum af grunn- og leikskólum landsins.
Lesa meira
27.05.2008
Glæsilega afmælisveisla var á Siglufirði síðastliðin laugardag. Þar vara auðvitað verið að halda uppá 90 ára afmæli Siglufjarðar. Skipulögð dagskrá hófst kl. 11:00 með sýningu á vinnu nemenda í Grunnskóla Siglufjarðar og sýningu á verkum úr myndasamkeppni Rauðku.
Lesa meira
26.05.2008
Golfklúbbarnir í Fjallabyggð hafa gert með sér svokallaða fríspilssamning. Um er að ræða samning þess eðlis að félagsmenn á öðrum hvorum staðnum geta spilað frítt á hinum vellinum ef þeir vilja.
Lesa meira
26.05.2008
Eins og fram hefur komið hér hjá okkur eru framkvæmdir í gangi á lofti sundlaugarinnar á Siglufirði og ganga framkvæmdir vel. Af gefnu tilefni viljum við benda á að það verður opið í ræktina, heita pottinn og sturtur á meðan að á framkvæmdum stendur. Áætlaður verktími er til 5. júlí.
Lesa meira
23.05.2008
Eins og nær flestir í Fjallabyggð vita á að halda glæsilega afmælisveislu á Siglufirðir á morgun.
Við hvetjum alla íbúa Fjallabyggðar til að koma og skemmta sér saman.
Við minnum á ókeypis rútuferðir frá Ólafsfirði. Boðið verður uppá skipulagða skoðunarferð um Siglufjörð fyrir rútufarþega. Rútan fer frá Tjarnarborg kl. 11:30 og aftur heim kl. 17:30verðum því komin heim fyrir Eurovison
Dagskráin
Lesa meira
23.05.2008
Hugmyndir að skipulagi fyrir skólasvæði í Ólafsfirði eru komnar inn á heimasíðuna. http://fjallabyggd.is/is/page/skipulag Þar er hægt að skoða greinagerð um skipulag skólasvæðis í Ólafsfirði, tillögu að óverulegri breytingu á staðfestu aðalskipulagi í Ólafsfirði og tillögur að deiliskipulagi fyrir skólasvæði í Ólafsfirði.
Lesa meira
22.05.2008
Vinna við stefnumótun Fjallabyggðar hefur staðið yfir í apríl og maí. Í þessum áfanga er unnið að stefnumótun í fræðslu-, menningar-, frístunda- og starfsmannamálum, en fyrirhugað er að hefja vinnu við stefnumótun í félagsmálum, málefnum stjórnsýslunnar og fleiru í haust.
Lesa meira
21.05.2008
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á hátíðarfundi sínum í gær veglegar gjafir til grunnskóla Fjallabyggðar í
tilefni af 90 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar. Samþykkt var að veita grunnskólunum tveimur 5.000.000 kr. hvorum að gjöf til kaupa á
leiktækjum við skólana. Auk þess var samþykkt að veita 1.000.000 kr. til skráningar á skíðasögu Fjallabyggðar.
Lesa meira
21.05.2008
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, úthlutaði í dag styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Að þessu sinni var úthlutað úr tveimur flokkum; annars vegar íþróttastyrkjum og hins vegar styrkjum sem veittir eru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta.
Lesa meira
19.05.2008
Ágætu íbúar Fjallabyggðar.
Ég óska ykkur innilega til hamingju með daginn. Í dag er Siglufjarðarkaupstaður 90 ára og er það stór dagur í huga allra Siglfirðinga sem og annarra íbúa Fjallabyggðar. Við eigum langa og stórmerkilega sögu, sem of langt mál væri að fara með hér.
Í dag þriðjudag er sjálfur afmælisdagurinn. Skipulögð dagskrá er frá kl. 11:00 til 15:00 en þá verður hátíðarfundur bæjarstjórnar í tilefni dagsins.
Á laugardaginn kemur verður síðan haldið upp á afmælið með veglegri veislu fyrir íbúa Fjallabyggðar og aðra góða gesti. Það er því mikilvægt að bæirnir okkar skarti sínu fegursta þessa vikuna og um helgina. Ég hvet því alla til að snyrta í kringum hús sín og fyrirtæki.
Hlakka til að sjá ykkur á röltinu.
Þórir Kr. Þórisson, bæjarstjóri
Dagskráin í dag
Dagskráin á Laugardag
Lesa meira