Fréttir

Opinn fundur Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.

Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi verður með opin fund, fimmtudaginn 8. maí kl 15:00. í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu á Siglufirði. Fundurinn er opin öllum sem hafa atvinnu af ferðmennsku eða hafa bara almennan áhuga á ferðmálum í Fjallabyggð. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á Siglufirði geta fylgst með fundinum í fjarfundarbúnaðinum á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði.
Lesa meira

Vinnuskóli Fjallabyggðar auglýsir skráningu nemenda

Skráning nemenda stendur nú yfir í vinnuskóla Fjallabyggðar sumarið 2008. Nemendur skulu skrá sig til vinnu bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði eða í Ráðhúsinu á Siglufirði eigi síðar en 9. maí nk. Einnig er hægt að skrá sig í félagsmiðstöðinni hjá Agnesi (Ólafsfirði) eða upp í skóla hjá Sísí (Siglufirði)   
Lesa meira

Vortónleikar kórs Akureyrarkirkju

Kór Akureyrarkirkju mun halda tvenna vortónleika laugardaginn 3. maí nk., í Dalvíkurkirkju kl 14:00 og í Ólafsfjarðarkirkju kl 17:00. Á efnisskránni eru m.a. íslensk dægurlög, gamlar dægurperlur og kirkjutónlist. Félagar úr kórnum syngja einsöng og dúetta.
Lesa meira

Safnadagur

Vertu gestur í heimabyggð á eyfirskum safndegi Söfnin í Eyjafirði opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi laugardaginn 3. maí. Tilefnið er eyfirski safnadagurinn en markmiðið með deginum er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og áhugaverðu safnaflóru sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða. Söfnin munu þennan dag kynna starfsemi sína og að þessu sinni verður áherslan á innra starf safna.
Lesa meira

Lífið eftir göng - Málþing 17. maí í Tjarnarborg

Hefjumst handa strax um framkvæmdir sem miða að því að efla atvinnulíf og mannlíf við utanverðan Eyjafjörð í kjölfar Héðinsfjarðarganga". Þannig byrjaði fundarboð sem Samtökin Landsbyggðin lifi sendi til 20 einstaklinga við utanverðan Eyjafjörð í síðustu viku. Boðað var til fundar á Siglufirði sl. fimmtudagskvöld - til að hefjast handa.
Lesa meira

Hvað er MFN?

Ferðaþjónustuaðilar í Fjallabyggð takið eftir! Opinn fundur Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi býður til hádegisverðafundar á Hótel KEA, miðvikudaginn 30. apríl á milli klukkan 12 og 13.
Lesa meira

Snjóbrettabrautir í Skarðinu

Von er á hópi snjóbrettafólks í Skarðið næstu helgi. Heimsókn þessi er samvinnuverkefni Snjóbrettafélags Íslands, Gistiheimilisins Hvanneyri og snjóbrettakappanna hjá Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborgar. Snjóbrettafélagið mun setja upp upp brautir, palla og rall. Fjórir félagar frá brettafélaginu munu koma á fimmtudag til að sjá um það.
Lesa meira

Ungir skíðamenn í Fjallabyggð gera það gott

Þrítugustu og þriðju Andrésar Andarleikarnir standa nú sem hæst í Hlíðarfjalli við Akureyri. 765 keppendur á aldrinum 6 - 14 ára eru skráðir til leiks. Nú þegar er nokkrum keppnum lokið og hafa skíðamenn í Fjallabyggð verið að standa sig vel.
Lesa meira

Impra auglýsir styrki fyrir einstaklinga og fyrirtæki á landsbyggðinni

Impra er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki.
Lesa meira

Framkvæmdir við hækkun lands undir Bakkabyggð í Ólafsfirði hafnar

Vinna er hafin við hækkun landsins sunnan við Mararbyggð í Ólafsfirði. Áætlað er að um 35.000 rúmmetra af efni úr Héðinsfjarðargöngum þurfi til að móta landið.
Lesa meira