Snjóbrettabrautir í Skarðinu

Von er á hópi snjóbrettafólks í Skarðið næstu helgi. Heimsókn þessi er samvinnuverkefni Snjóbrettafélags Íslands, Gistiheimilisins Hvanneyri og snjóbrettakappanna hjá Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborgar. Snjóbrettafélagið mun setja upp upp brautir, palla og rall. Fjórir félagar frá brettafélaginu munu koma á fimmtudag til að sjá um það. Einnig verður brettakennsla fyrir þá sem hafa áhuga. Auk þess er ætlunin að vera með brettabíó þ.e. brettamyndir sem gaman er fyrir brettafólkið okkar að sjá. Það má því segja að það sé spennandi helgi framundan fyrir brettafólkið okkar í Fjallabyggð, því auðvitað eru allir velkomnir í Skarðið.