12.05.2008
Umsóknarfrestur til starfs umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar rann út þann 30. apríl sl.
Þrjár umsóknir bárust.
Þeir sem sóttu um eru:
Helena Kristín Jónsdóttir, nemi, Hafnarfirði
Höskuldur Davíðsson, byggingameistari, Hvolsvelli
Regína Linda Kozlovsky, umhverfisverkfræðingur, Reykjavík
Lesa meira
09.05.2008
Grunnskóli Siglufjarðar verður einn af fjórum verðlaunahöfum foreldraverðlauna Heimilis og skóla í ár.
Lesa meira
09.05.2008
Í kvöld, föstudaginn 9. maí mun Stefán Már Stefánsson prófessor í Evrópurétti halda fyrirlestur um Evrópumálin í Lionshúsinu kl. 20:00-22:00. Þar mun hann m.a. ræða um sjávarútvegsmálin, landbúnaðarmálin, peningamálastefnuna, stöðu smáríkja innan ESB, EES samninginn og fl. Í framhaldi af því mun hann svo svara spurningum gesta.
Lesa meira
09.05.2008
26. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 13. maí 2008, kl. 17.00.
Lesa meira
09.05.2008
Innritun í Tónskóla Ólafsfarðar fer fram frá 26. maí til .6 júní. Þeir sem áhuga hafa að stunda nám við
skólann veturinn 2008 - 2009 geta haft samband í síma 464-9210 eða 898-2516. Skólinn hefur upp á að bjóða kennslu á flest öll
hljóðfæri.
Lesa meira
09.05.2008
Símnúmerakeppni og uppskeruhátíð Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborgar verður haldin mánudaginn 12. maí nk.
Keppni hefst kl. 14.00 og uppskeruhátíð með verðlaunaafhendingu fyrir mót vetrarins verður síðan í beinu framhaldi af keppninni. Allir sem komið hafa að starfi Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborgar í vetur ásamt velunnurum eru hjartanlega velkomnir.
Lesa meira
08.05.2008
Undanfarnar vikur hafa nokkrir frumkvöðlar stundað frumkvöðlanámskeiðið Sóknarbraut undir leiðsögn G. Ágústs Péturssonar.
Námskeiðinu lauk í gær með kynningu á viðskiptahugmyndum þátttakenda. Sóknarbraut er 36 stunda námskeið sem miðar að
því að gera þátttakendur betur í stakk búna til að stofna og reka fyrirtæki. Frá þessu er sagt á www.sksiglo.is.
Fjallabyggð óskar þáttakendum til hamingju með áfangann og óskar þeim góðs gengis við að gera viðskiptahugmyndir sínar
að veruleika.
Lesa meira
07.05.2008
AFE óskar eftir umsóknum um verkefnastuðning frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Umsóknarfrestur er til 27. maí nk.
Lesa meira
07.05.2008
Opnuð hafa verið tilboð í glugga í Ráðhús Siglufjarðar og tilboð í loft í Sundhöll Siglufjarðar en tilboðsfrestur rann út 5. maí kl. 14:00. Einnig hafa verið opnuð tilboð í gatnagerð Fjallabyggðar þar sem tilboðsfrestur rann út 6. maí 2008 kl. 14.00
Lesa meira
06.05.2008
Starfsmenn Metrostav á Siglufirði eru farnir af stað á móti félögum sínum í Ólafsfirði. Fyrsta sprengingin var sprengd í gær Héðinsfjarðarmegin. Það verður því gaman að fylgjast með framvindu mála í Tunnunni, en eins og flestir vita, birtir Tunnan vikulega tölur um ganga mála að beiðni eldri borgara á Siglufirði.
Lesa meira