Frumkvöðlar á sóknarbraut

Undanfarnar vikur hafa nokkrir frumkvöðlar stundað frumkvöðlanámskeiðið Sóknarbraut undir leiðsögn G. Ágústs Péturssonar. Námskeiðinu lauk í gær með kynningu á viðskiptahugmyndum þátttakenda. Sóknarbraut er 36 stunda námskeið sem miðar að því að gera þátttakendur betur í stakk búna til að stofna og reka fyrirtæki. Frá þessu er sagt á www.sksiglo.is. Fjallabyggð óskar þáttakendum til hamingju með áfangann og óskar þeim góðs gengis við að gera viðskiptahugmyndir sínar að veruleika.