Fréttir

Fundur í Bæjarstjórn Fjallabyggðar

25. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði, þriðjudaginn 8. apríl 2008 kl. 17.00.
Lesa meira

Skagfirsk náttúra 2008

Fræðsludagur um náttúrufar Skagafjarðar verður haldinn á Sauðárkróki á vegum Náttúrustofu Norðurlands vestra laugardaginn 12. apríl næstkomandi. Sjá auglýsingu
Lesa meira

Lokasprenging í Héðinsfjarðargöngum vestri

Í gær var haldið upp á það að búið er að sprengja fyrri áfanga Héðinsfjarðarganganna þ.e. frá Siglufirði inn í Héðinsfjörð. Samgönguráðherra ásamt föruneyti, bæjarstjórnarfólk, starfsmenn Vegagerðarinnar og fulltrúar verktaka og verkeftirlits voru á staðnum þegar samgönguráðherra sprengdi táknræna lokasprengingu. Að því loknu var skálað í koníaki og haldið til Bíó Café þar sem framhald var á hátíðarhöldunum.
Lesa meira

Heimsókn frá verkefnisstjóra framhaldsskólans

Eins og við höfum áður greint frá var Jón Eggert Bragason framhaldsskólakennari ráðinn verkefnisstjóri væntanlegs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Jón Eggert kom og heimsótti ráðamenn á Dalvík og í Fjallabyggð í gær og skoðaði aðstæður. Að sögn þeirra sem við hann ræddu var þetta skemmtileg og gagnleg heimsókn og greinilegt að þarna væri maður á ferðinni sem hefði margar skemmtilegar hugmyndir varðandi starfsemi framhaldsskólans.
Lesa meira

Laus staða leikskólakennara í Ólafsfirði

Laus er staða deildarstjóra í leikskólanum Leikhólum Ólafsfirði frá 11. ágúst 2008. Nánari upplýsingar gefa Svandís Júlíusdóttir, leikskólastjóri og Olga Gísladóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í símum 4649240, 4649242, netfang leikholar@olf.is. Umsóknarfrestur er til 10. apríl.
Lesa meira

Kvikmyndalið frá Finnlandi við tökur í Fjallabyggð

Í Fjallabyggð er staddur 7 manna hópur frá Finnlandi, við tökur á kvikmynd og myndum fyrir netsíðuna http://scrapbook.fi/ . Netsíða þessi er tileinkuð snjóbrettaáhugafólki og þar er m.a. hægt að finna kvikmyndir um snjóbrettaferðir þeirra til Noregs, Austurríkis og Himalayafjalla.
Lesa meira

Aprílgabb á vef Fjallabyggðar

Lesa meira

Skólamáltíðir á Siglufirði

Í dag, 1. apríl, hófust skólamáltíðir fyrir nemendur í 5.-10. bekk í Grunnskóla Siglufjarðar.  Það er Allinn sem sér um matseldina og þar matast börnin og þeir starfsmenn skólans sem þess óska.  Um 80 nemendur hafa nú skráð sig í fæði en lágmark er að kaupa 12 máltíðir í mánuði.  Á matseðlinum er fjölbreyttur hefðbundinn heimilismatur. 
Lesa meira

Aukafundur í Bæjarstjórn Fjallabyggðar

25. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði þriðjudaginn 1. apríl 2008 kl. 18.00.
Lesa meira

Gull finnst í Héðinsfjarðargöngum

Starfsmönnum Metrostav (Ólafsfjarðarmegin) brá heldur en ekki í brún aðfararnótt mánudagsins þegar þeir komu inn til að hreinsa upp eftir síðustu sprengingu. Innst í göngunum lágu misstórir gullmolar út um allt. Við nánari athugun kom í ljós að sprengd hafði verið upp lítil gullæð í fjallinu.
Lesa meira