Fréttir

Bikarmót SKI og N1 í flokki 15 ára og eldri

Skíðafélag Dalvíkur og Skíðafélag Ólafsfjarðar bjóða til bikarmóts SKI og N1 í flokki 15 ára og eldri, haldið á Dalvík 23. og 24. febrúar nk.
Lesa meira

Fjölþraut og frjálsar

Svava Stefanía Sævarsdóttir tók þátt í Íslandsmótinu í fjölþraut í flokki 15-16 ára meyja sl. sunnudag en mótið fór fram í Reykjavík. Svava stóð sig frábærlega að vanda í keppni við efnilegustu stúlkur landsins. Hún bætti sig í 4 greinum af 5 og endaði í 5. sæti af þeim 22 keppendum sem mættu til leiks.
Lesa meira

Guðrún Ósk íþróttamaður ársins á Siglufirði

Í gærkveldi var tilkynnt um val á íþróttamanni ársins 2007 á Siglufirði. Að þessu sinni var það Guðrún Ósk Gestsdóttir keppandi í frjálsum íþróttum sem varð fyrir valinu. Guðrún átti mjög gott ár í fyrra. Hún keppti á 10 mótum og sýndi fram á að hún er ein af efnilegustu frjálsíþróttastúlkum landsins. Síðasta sumar fór hún reglulega á æfingar upp á Sauðárkrók til að æfa við betri aðstæður en bjóðast á Siglufirði svo hún gæti tekið meiri framförum í greininni. Helstu árangrar Guðrúnar á sl. ári eru þessir:
Lesa meira

Styrkveitingar úr Íþróttasjóði

Menntamálaráðherra samþykkt á dögunum tillögur Íþróttanefndar um styrkveitingar úr Íþróttasjóði, alls að upphæð kr. 20.354.000 til 90 verkefna, en auglýst var eftir umsóknum í október sl.
Lesa meira

Árshátíð Grunnskóla Ólafsfjarðar

Árshátíð Grunnskóla Ólafsfjarðar, 1. – 6. bekk var haldin föstudaginn 15.febrúar. Sýndar voru leikgerðir af hinum ýmsu sögum Astrid Lindgren, en eins og kunnugt er á hún aldar afmæli í ár. Árshátíðin var haldin í Tjarnarborg að venju og var fullt hús, setið var bæði uppi og niðri. Árhorfendur voru sammála um að vel hefði tekist til og þeir skemmtu sér vel yfir atriðum úr Línu Langsokk, Emil, Börnunum úr Ólátagarði, Kalla á þakinu, Ronju Ræningjadóttur ásamt fleiri skemmtilegum sögum. Við bendum á að á http://sksiglo.is/gallery/2008/grunnskolaborn/ eru fjölmargar myndir.
Lesa meira

Skráningarverkefni til Siglufjarðar á næstunni?

Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar átti næstbesta tilboð í skráningu sjúkraskráa fyrir slysa- og bráðasvið Landspítalans. Líkur eru á að einhver verkefni skili sér þó til heilbrigðisstofnunarinnar ef marka má frétt á mbl.is.
Lesa meira

Heimasíða Skíðasvæðis í Skarðsdal

Nú er búið að opna sé heimasíðu fyrir Skíðasvæðið í Skarðsdal. Hægt er að smella á merki skíðasvæðis hér til hægri á síðunni og er slóðin þangað http://skard.fjallabyggd.is (ath. ekki setja www fyrir framan). Þessi síða og símsvarinn 878-3399 verða helstu upplýsingamiðlar skíðasvæðisins í Skarðsdal í vetur.
Lesa meira

Myndir af golfvöllum Fjallabyggðar

Vegna bæklings sem kom á út um golfvelli á norðurlandi vantar okkur myndir af golfvöllunum á Siglufirði og Ólafsfirði. Allar myndir koma til greina, hvort sem um er að ræða yfirlitsmyndir eða myndir af golfurum við iðju sína. Ef þið eigið eitthvað í pokahorninu hafið þá samband við Ingu á inga@fjallabyggd.is
Lesa meira

Veiða hákarl á línu á Siglufirði

Þessi hákarl sem þarna er á lyftaragafflinum flæktist í línu eins af bátunum sem lönduðu í gær á Siglufirði. Sporður hákarlsins var svo kirfilega flæktur að erfitt reyndist að losa línuna frá sporð hans án þess að skemma línuna, en tókst þó að lokum og lyftarinn flutti hákarlinn burtu. Frá þessu segir á www.sksiglo.is  
Lesa meira

Árshátíð Grunnskóla Ólafsfjarðar

Æfingar standa nú yfir í Tjarnarborg  fyrir árshátíð Grunnskóla Ólafsfjarðar, 1. – 6. bekk. Verið er að æfa hinar ýmsu leikgerðir af sögum Astrid Lindgren, en eins og kunnugt er á hún aldar afmæli í ár. Að sögn kennara ganga æfingar vel. Árhátíðin verður haldin föstudaginn 15. febrúar kl. 18.00. Allir eru velkomnir. Miðverð er 1000 kr. fyrir alla sem ekki eru í 1. – 6. bekk Grunnskóla Ólafsfjarðar, ókeypis er þó fyrir börn á leikskólaaldri í fylgd með fullorðnum.
Lesa meira