Fréttir

Ferðaþjónustunám

Íbúum Fjallabyggðar gefst nú kostur að mennta sig í ferðaþjónustu. Námið fer fram í námssveri Dalvíkurbyggðar í samvinnu við Símey, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Á íbúaþingi í haust kom fram að aukin tækifæri væru í ferðaþjónustu sem við í Fjallabyggð ættum að nýta okkur. Því miður hefur það tíðkast hér á landi að þeir sem áhuga hafa á ferðaþjónustu geta unnið við það án nokkurrar menntunar í faginu.
Lesa meira

Kæru félagsmenn í Ólafsfirðingafélaginu og aðrir brottfluttir Ólafsfirðingar.

Ólafsfirðingafélagið hefur beðið okkur að birta eftirfarandi bréf til félagsmanna sinna og annarra brottfluttra Ólafsfirðinga.
Lesa meira

Frá Grunnskóla Ólafsfjarðar

Kennara / leiðbeinanda  á unglingastig vantar sem fyrst í hlutastarf. Um er að ræða samkennslu í 9.-10. bekk þar sem tveir kennarar hafa samvinnu um kennslu. Fögin sem um ræðir eru enska, danska, samfélagsfræði og lífsleikni. Frekari upplýsingar fást  hjá: skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Ólafsfjarðar. Þórgunni R Vigfúsdóttur s. 464-9220 netfang: threyk@olf.is skólastjóri J.Vilhelmínu Héðinsdóttur s.464-9230 netfang: vhedins@ismennt.is aðstoðarskólastjóri
Lesa meira

Átak til atvinnusköpunar

Alls komu 2.900.000 krónur í hlut fyrirtækja og einstaklinga í Fjallabyggð úr sjóðnum „Átak til atvinnusköpunar“, en alls voru til úthlutunar 25.500.000 krónur. Norlandia í Ólafsfirði, Knollur í Ólafsfirði og Rauðka á Siglufirði fengu hvert í sinn hlut 800.000 krónur og Sigríður Gunnarsdóttir Ólafsfirði fékk í sinn hlut 500.000 krónur.
Lesa meira

Íþróttamaður Ólafsfjarðar árið 2007

Sigurbjörn Þorgeirsson kylfingur úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar var kjörinn íþróttamaður Ólafsfjarðar árið 2007.  Sigurbjörn átti mjög gott golfár, það langbesta frá upphafi. Hann varð norðurlandameistari með Landsliði 35 ára og eldri, íslandsmeistari 35 ára og eldri, meistari meistaranna á lokamóti KB-mótaraðarinnar, í 5. sæti á síðasta KB-Bankamótinu í Vestmannaeyjum og 14. sætið á heildarstigalistanum, íslandsmeistari lögreglumanna og klúbbmeistari GÓ. Það má því sannarlega segja að þetta hafi verið árið hans Sigurbjörns.
Lesa meira

Áttu gamla skauta uppi á lofti?

Þeir sem eiga gamla eða nýja skauta og eru tilbúnir að lána okkur eða gefa, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Gísla Rúnar, íþrótta- og tómstundafulltrúa á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar í síma 464-9200 eða 863-4369. Ætlunin er að halda smá kynningu á skautaíþróttinni þannig að sem flestir geti fengið að prófa. Ef vel safnast er möguleiki á að vera með skautaleigu.
Lesa meira

Auglýst er eftir umsóknum til stuðnings verkefna til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2008

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2008 var samþykkt 18. desember sl. Samkvæmt henni verður rekstrarniðurstaðan jákvæð um 104 milljónir króna þetta árið. Áætlað er að handbært fé verði 366 milljónir í lok árs 2008 sem er 23% af heildartekjum. Áætlaðar eru framkvæmdir fyrir um 244 miljónir á árinu 2008. Ljúka á við stækkun leikskólans í Ólafsfirði. Kaupa á snjótroðara fyrir skíðasvæðið á Siglufirði og halda á áfram framkvæmdum við gatnagerð, vatnsveitu, fráveitu, hafnir, auk viðhalds og uppbyggingu á ýmsum eignum bæjarins.
Lesa meira

Auglýst er eftir verkefnisstjóra vegna stofnunar framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð

Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir verkefnisstjóra vegna stofnunar framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Hægt að skoða auglýsinguna á eftirfarandi slóð. http://www.mbl.is/mm/atvinna/starf.html?adno=621930 Í auglýsingunni kemur m.a. fram að skólinn verði með höfuðstöðvar í Ólafsfirði og að starfsemi hans eigi að mæta sem best þörfum íbúa í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð fyrir menntun á framhaldsskólastigi.  
Lesa meira