Átak til atvinnusköpunar

Alls komu 2.900.000 krónur í hlut fyrirtækja og einstaklinga í Fjallabyggð úr sjóðnum „Átak til atvinnusköpunar“, en alls voru til úthlutunar 25.500.000 krónur. Norlandia í Ólafsfirði, Knollur í Ólafsfirði og Rauðka á Siglufirði fengu hvert í sinn hlut 800.000 krónur og Sigríður Gunnarsdóttir Ólafsfirði fékk í sinn hlut 500.000 krónur. Við minnum á að nú er verið að auglýsa eftir umsóknum til stuðnings verkefna til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu (sjá frétt frá 8. janúar). Velkomið er að leita aðstoðar vegna vinnu við umsóknir hjá Ómari Haukssyni atvinnufulltrúa SSNV, Ingu Eiríksdóttur markaðs- og kynningarfulltrúa eða Jóni Hróa Finnssyni þróunarstjóra.