Fréttir

Verkefnisstjóri framhaldsskólans ráðin

Jón Eggert Bragason framhaldsskólakennari í Reykjavík hefur verið ráðinn verkefnisstjóri væntanlegs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.
Lesa meira

Gott skíðaveður í dag.

Á Ólafsfirði er lyftan opin og gott skíðafæri. Einnig er búið troða gönguleiðir í fjallinu og búið er að opna göngusvæðið á Flæðunum. Þó nokkuð hefur snjóað á skíðasvæðinu í Skarðsdal og er verið að vinna þann snjó niður, gera brautir pakkaðar og góðar. Neðsta lyfta og T lyfta verða opnaðar klukkan 16:00 opnar til 19:00. Það er því tilvalið fyrir íbúa Fjallabyggðar að drífa sig á skíði í góða veðrinu.  
Lesa meira

Bæjarfulltrúar taka áskorun Snerpu

Eftir nokkra umhugsun hafa bæjarfulltrúar Fjallabyggðar ákveðið að taka áskorun Snerpu, en eins og segir frá hér neðar á heimasíðunni skoraði Snerpa Bæjarfulltrúa Fjallabyggðar til keppni í boccia. Minnug árangri sínum í fyrra, tóku bæjarfulltrúar sér smá umhugsunarfrest áður en þeir staðfestu þátttöku sína í keppninni.
Lesa meira

Þorramót Snerpu

Hið árlega Þorramót Snerpu, verður haldið laugardaginn 1. mars. Mótið hefst kl. 10:00 í íþróttahúsinu á Siglufirði. Keppt verður í sveitakeppni og eru tveir í liði. Keppt verður í 4 riðlum. Snerpufélagar hafa skorað á bæjarstjórn Fjallabyggðar í boccia, ekki hefur heyrst frá bæjarstjórn hvort hún taki áskoruninni.  
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2008

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2008 er komin út. Hægt er nálgast áætlunina hér á heimasíðunni undir útgefnu efni eða http://www.fjallabyggd.is/skrar/.pdf/fb08_fj_rhagsaaetlun_alm.pdf
Lesa meira

Snjóflóðanámskeið fyrir leitarhunda

Dagana 1.-5. mars heldur Slysavarnarfélagið Landsbjörg snjóflóðanámskeið fyrir leitarhunda og þjálfara þeirra í Ólafsfirði. Reiknað er með að yfir 30 hundar og um 40 björgunarsveitarmenn  víðsvegar af landinu auk sjálfboðaliða úr Fjallabyggð taki þátt í námskeiðinu og æfingum tengdum því . Hér um mjög metnaðarfullt námskeið að ræða, þar sem hundar verða m.a. þjálfaðir í þremur flokkum. Einnig verða á boðstólnum fyrirlestrar um snjóflóð og snjóflóðavarnir fyrir hundaþjálfara.
Lesa meira

Seyra ehf. Kynningarfundur

Laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00 heldur Seyra ehf. almennan kynningarfund í húsnæði fyrirtækisins að Vetrarbraut (Ketilhúsinu) á Siglufirði. Íbúar eru hvattir til að koma á fundinn og kynna sér fyrirhugaða starfsemi Seyru ehf.
Lesa meira

Styrkir til þróunarverkefna í ferðaþjónustu

Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að ráðstafa 100 milljónum króna af fé Byggðaáætlunar 2007 – 2009 til þriggja þróunarverkefna í ferðaþjónustu. Í öllum tilfellum verður auglýst eftir hópum fyrirtækja og einstaklinga í ferðaþjónustu sem vilja taka þátt í þróunarverkefnum á skilgreindum svæðum.
Lesa meira

Stefnumótunarvinna í skóla- og fræðslumálum Fjallabyggðar

Miðvikudaginn 20. febrúar sl. var vinnufundur í skóla- og fræðslumálum í Tjarnarborg. Alls mættu 30 manns frá Siglufirði og Ólafsfirði. Fulltrúar frá öllum hópum skólasamfélagsins, kennarar, nemendur og foreldrar unnu saman að framtíðarsýn Fjallabyggðar í skólamálum. Fundurinn er aðeins fyrsta skrefið í þessari vinnu en á næstunni mun hópurinn halda áfram að móta skólastefnu Fjallabyggðar. Fyrirhugað er að þessari vinnu ljúki í maí/júní.
Lesa meira

Íslandsmeistarar í innanhúss knattspyrnu

Knattspyrnu konur/stúlkur í Knattspyrnufélag Siglufjarðar 5. flokki, urðu Íslandsmeistarar  kvenna innanhúss þann 16. febrúar. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn. Sjá má fína mynd af stúlkunum á www.sksiglo.is Úrslitakeppni Íslandsmóts í knattspyrnu innanhúss, 4. flokki karla, var haldin sunndaginn 17. febrúar og þar lentu í strákarnir í KS í 5. sæti, sem er góður árangur hjá þeim. Til hamingju strákar.
Lesa meira