Þorramót Snerpu

Hið árlega Þorramót Snerpu, verður haldið laugardaginn 1. mars. Mótið hefst kl. 10:00 í íþróttahúsinu á Siglufirði. Keppt verður í sveitakeppni og eru tveir í liði. Keppt verður í 4 riðlum. Snerpufélagar hafa skorað á bæjarstjórn Fjallabyggðar í boccia, ekki hefur heyrst frá bæjarstjórn hvort hún taki áskoruninni.  
Þorrablót Snerpu verður haldið á Bíó Café um kvöldið og hefst það kl, 19:30. Öllum keppendum og fjölskyldum þeirra er boðið að taka þátt í blótinu. Verð fyrir fullorðna er kr. 3,000- og börn 11 ára og eldri kr. 1500-. Frítt fyrir 10 ára og yngri.Þátttaka tilkynnist fyrir 26. febrúar til Þóreyjar í síma 467-1835 eða idja/siglo@simnet.is og Guðrúnar í síma 896-1117 garna@simnet.is.

Verðlaunaafhending verður um kvöldið á Þorrablóti Snerpu.