Fréttir

Ferðaþjónustunámið byrjar 23. febrúar

Verið er að leggja síðustu hönd á skipulagningu ferðaþjónustunámsins sem bjóða á uppá í Námsverinu á Dalvík. Námið verður kennt á laugardögum og fyrir það fást fimm framhaldsskólaeiningar. Ennþá eru örfá sæti laus í þetta námskeið sem hefur fengið mikið lof þar sem það hefur verið kennt. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á hildur@dalvik.is
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundi frestað

Bæjarstjórnarfundi sem vera átti í dag, er frestað vegna veðurs og ófærðar. Fundurinn verður haldinn í húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði fimmtudaginn 14. febrúar kl. 17.00.   
Lesa meira

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar auglýsir verkefnastyrki Vaxtarsamnings Eyjafjarðar

Óskað er eftir umsóknum um verkefnastyrki frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Allar atvinnugreinar hafa jafna möguleika á þátttökustyrkjum, uppfylli umsóknir skilyrði og helstu atriði sem lögð eru til grundvallar við mat umsókna. Skilyrði er að um sé að ræða samstarf tveggja eða fleiri aðila og skal minnst helmingur þátttakenda vera fyrirtæki. Lögð verður áhersla á verkefni sem efla tengsl háskóla og atvinnulífs, sem og verkefni sem miða að markaðssetningu og útrás. Við val á verkefnum verður við það miðað að þau efli nýsköpun á Eyjafjarðarsvæðinu og stuðli að vexti svæðisins.
Lesa meira

Sigurbjörgin strandar

Sigurbjörgin Óf 1 sem er í eigu Ramma hf. kom í morgun inn til Siglufjarðar til að  losa þar frystar fiskafurðir til geymslu í frystigeymslu Ramma hf. Við innsiglinguna fór togarinn of vestarlega og tók niðri og festist. Engin hætta var þó á ferðum, þar sem þarna er sandbotn. Kallað var eftir aðstoð björgunarbátsins Sigurvins sem kom fljótt á vettvang og aðstoðaði  Sigurbjörgina af strandstað. Nánar má sjá lesa um óhappið á www.sksiglo.is   
Lesa meira

Nýr starfsmaður í stefnumótunarvinnu

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um atvinnumál landsbyggðarinnar, þar sem ráðamenn telja málefni Fjallabyggðar hvorki falla undir NV né NA nefndina verði að skoða málefni sveitarfélagsins sérstaklega. Bættar samgöngur við Eyjafjarðarsvæðið með byggingu Héðinsfjarðarganga stefni sveitarfélaginu þó svolítið í austurátt og huga þurfi að því og öðrum tækifærum sem skapast við opnun gangnanna.
Lesa meira

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála

Ragnheiður Jóna menningarfulltrúi Eyþings verður með viðveru í Fjallabyggð fimmtudaginn 14. febrúar á Bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar kl. 9.30-10.30 og á Bæjarskrifstofu Siglufjarðar kl. 13.30-14.30. Umsóknarfrestur er til og með 3. mars.  Úthlutun fer fram í apríl. Menningarráð Eyþings hefur ákveðið að árið 2008 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: Verkefni sem vekja athygli á sögustöðum og menningartengdum viðburðum, t.d. með tilliti til ferðaþjónustu  Verkefni sem efla þekkingu á  sögu og sérkennum svæðisins Verkefni sem stuðla að þátttöku sem flestra og brúa kynslóðabil Verkefni sem fela í sér samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina sem og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað Verkefni sem fela í sér nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs.
Lesa meira

Skíðanámskeið fyrir byrjendur á Ólafsfirði

Skíðafélag Ólafsfjarðar fer af stað með byrjendanámskeið um leið og veður leyfir. Skráning er hjá Þuríði Guðbjörns í síma: 847 9967. Frekari upplýsingar má svo finna á símsvara félagsins: 878 1977 eða á síðu þjálfara  http://blog.central.is/alpaskiol
Lesa meira

Frítt í sund á sunnudaginn á Siglufirði

Íþróttamiðstöðin á Siglufirði verður opnuð  sunnudaginn 10. febrúar og verður opin framvegis á sunnudögum milli kl. 13:00 og 17:00. Að þessu tilefni verður frítt í sund næsta sunnudag í sundlauginni á  Siglufirði.
Lesa meira

Dósamóttakan færð

Dósamóttakan í Ólafsfirði hefur ekki verið opin síðan um áramót. Mun dósamóttakan opna aftur fimmtudaginn 7. febrúar og verður hún í andyri á Námuvegi 2, í húsnæði Sigurjóns Magnússonar ehf (áður MT-bílar). Nú verður bara opið einu sinni í viku, á fimmtudögum frá kl. 17:00-18:30. Það er Skíðafélag Ólafsfjarðar sem sér um dósamóttökuna.
Lesa meira

Manstu þá gömlu góðu daga

Byrjað er að undirbúa dansleik á Ketilási, sem halda á laugardaginn 26. júlí.  Ætlunin er að dansleikurinn verði fyrir 45 ára og eldri og sérstaklega fyrir þá Ólafsfirðinga, Siglfirðinga, Fljótamenn og aðra af hippakynslóðinni sem skemmtu sér á Ásnum á árunum frá 1968.  Í dag verður opnaður vefur á moggablogginu http://www.ketilas08.blog.is/  þar sem nánari fréttir verður að finna og þar  geta gestir tjáð sig um málið.
Lesa meira