Nýr starfsmaður í stefnumótunarvinnu

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um atvinnumál landsbyggðarinnar, þar sem ráðamenn telja málefni Fjallabyggðar hvorki falla undir NV né NA nefndina verði að skoða málefni sveitarfélagsins sérstaklega. Bættar samgöngur við Eyjafjarðarsvæðið með byggingu Héðinsfjarðarganga stefni sveitarfélaginu þó svolítið í austurátt og huga þurfi að því og öðrum tækifærum sem skapast við opnun gangnanna.
Tillaga ráðuneytismanna var að sveitarfélagið fari í stefnumótunarvinnu í mennta-, menningar- og atvinnumálum sem tengi það betur inn í Eyjafjörð.  Lagt var til að Fjallabyggð kallaði til forsvarsmenn stofnana og atvinnulífsins við Eyjafjörð og legðist í stefnumótunarvinnu með þeim. Aðilar sem gætu aðstoðað við slíka vinnu væru frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fullur vilji er meðal ráðmanna á  að styðja íbúa Fjallabyggðar til framþróunar í mennta- menningar- og atvinnumálum.

Bæjarráð hefur samþykkt að fela Hermanni Einarssyni verkefnisstjórn, gagna og hugmyndaöflun vegna úttektar og tillögugerðar í mennta- og atvinnumálum í Fjallabyggð, sem í framhaldi verði tekin til umfjöllunar í nefnd á vegum ríkisins og sveitarfélagsins. Hermann verður með starfsaðstöðu á Siglufirði en mun þó verða með reglulega viðveru á Ólafsfirði. Áætluð verklok eru 25. mars 2008