24.01.2008
Fimm umsóknir bárust um starf verkefnisstjóra vegna nýs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.
Umsækjendur eru:
Atli Gunnarsson, framhaldsskólakennari,
Kristján Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri,
Jón Eggert Bragason, framhaldsskólakennari,
Ragnar Bjarnason, framhaldsskólakennari
og Skarphéðinn Guðmundsson, grunn- og framhaldsskólakennari á Siglufirði.
Ráðið verður í stöðuna á næstu dögum.
Lesa meira
24.01.2008
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 100 milljónum króna árið 2008 til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar þorskaflaheimilda. Styrkhæf svæði eru sveitarfélög og eyjar þar sem hlutfall starfa í veiðum og vinnslu er 10% eða hærra. Áformað er að í fjárlögum ársins 2009 verði 100 milljónir sem verður ráðstafað á sama hátt. Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni á viðkomandi svæðum.
Lesa meira
23.01.2008
Keppt var í skólahreysti Grunnskóla Ólafsfjarðar þriðjudaginn 22. janúar. Þessi keppni var að hluta til forkeppni fyrir þátttöku Grunnskóla Ólafsfjarðar í Skólahreysti á Skjá einum. Fjórum nemendum af hverju kyni í 6.-10. bekk var boðið að taka þátt eftir smá forkeppni í sem haldin var í íþróttatímum. Keppnin var skemmtileg og spennandi og töluverður fjöldi áhorfenda var mættur til að hvetja krakkana. Fyrir sjálfa keppnina á Skjá einum verða valdir 4 nemendur úr 9.-10. bekk en með þessari undankeppni er aðeins búið að velja tvo.
Lesa meira
23.01.2008
Skíðasvæðið í Skarðsdal í Siglufirði var opnað 23. janúar kl 16:00. Byrjað var á að opna neðri lyftu og T-lyftu. Nægur snjór var á svæðinu og skíðafæri gott. Að venju var frítt í lyfturnar fyrsta opnunardaginn.
Lesa meira
22.01.2008
Laugardaginn 26 janúar. kl 13:00 verður söngvakeppni Grunnskóla Ólafsfjarðar haldin í Tjarnarborg. Keppendur eru af öllum stigum skólans allt frá nemenda í 1. bekk til nemenda í 10. bekk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
21.01.2008
Stefán Ragnar Hjálmarsson hefur verið ráðinn skipulags- og byggingafulltrúi í Fjallabyggð.
Stefán er tæknifræðingur og hefur unnið síðastliðin 15 ár hjá Félagsstofnun stúdenta við uppbyggingu stúdentagarða. Þar áður starfaði hann á Verkfræðistofa Stanleys Pálssonar við byggingaeftirlit.
Stefán er í sambúð með Hansínu Ástu Jóhannsdóttur og mun hann hefja störf hér í Fjallabyggð þann 1. mars.
Lesa meira
20.01.2008
Nýtt fyrirtæki er að hefja rekstur í Fjallabyggð og eins og sjá má á nýrri heimasíðu fyrirtækisins, er Seyra ehf framsækið fyrirtæki á sviði
flokkunar, endurvinnslu og jarðgerðar. Fjallabyggð kom að stofnun fyrirtækisins.
Lesa má nánari upplýsingar um fyrirtækið á www.seyra.is
Lesa meira
20.01.2008
Guðrún Ósk Gestsdóttir frá Siglufirði og Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir
frá Ólafsfirði hafa fengið boð um að taka þátt í frjálsíþróttamótinu Reykjavík
International sem fer fram í Laugardalnum þann 20. janúar nk. í
framhaldi af Stórmóti ÍR.
Lesa meira
18.01.2008
Fjallabyggð keppti við lið Árborgar í spurningarþættinum Útsvar nú í kvöld. Fjallabyggð sigraði með einu stigi og kemst þar af leiðandi áfram í næstu umferð.
Lesa meira
18.01.2008
Um helgina keppir hópur efnilegra krakka frá ungmennafélaginu Glóa á Siglufirði og UMSE á stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Laugardalshöll. Krakkarnir frá Glóa verða einnig í klappliði Fjallabyggðar í spurningaþættinum Útsvari í kvöld, því þjálfari þeirra, Þórarinn Hannesson er einn fulltrúanna í spurningaliðinu okkar.
Lesa meira