Fjölhæfir krakkar hjá Ungmennafélaginu Glóa og UMSE

Um helgina keppir hópur efnilegra krakka frá ungmennafélaginu Glóa á Siglufirði og UMSE á stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Laugardalshöll. Krakkarnir frá Glóa verða einnig í klappliði Fjallabyggðar í spurningaþættinum Útsvari í kvöld, því þjálfari þeirra, Þórarinn Hannesson er einn fulltrúanna í spurningaliðinu okkar.

Um 27 keppendur frá UMSE þar af 8 frá Ólafsfirði og 11 keppendur frá Glóa fara á Stórmót ÍR um helgina og taka þar þátt í hvorki meira né minna en 40 greinum ef allir flokkar eru taldir. Það verður því í nógu að snúast og mörg horn að líta hjá þjálfurum og liðstjórum hópanna.

Við óskum við krökkunum og þjálfurum þeirra, góðs gengis um helgina.

Aðrir keppendur Fjallabyggðar í Útsvari eru, Guðmundur Ólafsson og Inga Eiríksdóttir en í kvöld mætast lið Fjallabyggðar og Árborgar