31.03.2008
Fjallabyggð auglýsir eftir verksala til að sjá um undirbúning og framkvæmdastjórn á hátíðarhöldum vegna Síldarævintýrisins, þ.e. hátíðarhöldum um verslunarmannahelgi 2008.
Lesa meira
27.03.2008
Atvinnurekendur, einyrkjar og frumkvöðlar athugið!
SSNV Atvinnuþróun býður til fundar með hinum landsþekkta fyrirlesara Guðjóni Bergmann, mánudaginn 31. mars n.k.
Lesa meira
26.03.2008
Fyrsti Siglfirðingurinn fór á þriðjudaginn til fjarðarins um hin nýju jarðgöng og kom það í hlut Jónínu Magnúsdóttur formanns bæjarráðs Fjallabyggðar. Með í för voru nokkrir starfsmen vegagerðarinnar og Metrostaf, auk Karls Eskils Pálssonar fréttamanns Rúv.
Lesa meira
26.03.2008
Á Sjónvarpsstöðinni ÍNN, sem er ókeypis sjónvarpsstöð, er hægt að finna margvíslega þætti um mismunandi málefni. Þar má meðal annars finna þátt með þingmanninum okkar og bæjarfulltrúa, Birki Jóni Jónssyni, þar sem hann fjallar um það sem er efst á döfinni í stjórnmálum líðandi stundar.
Lesa meira
25.03.2008
Á síðast bæjarstjórnarfundi var fundargerð sameiningarnefndar samþykkt og þar með ákveðið
að bjóða öllum íþróttafélögum, félagasamtökum og söfnum Fjallabyggðar uppá fría heimasíðu
undir heimasíðunni www.fjallabyggd.is . Þeir sem hafa áhuga munu fá afhentan aðgang að undirsíðu undir www.fjallabyggd.is.
Lesa meira
25.03.2008
Viltu koma að stefnumótun list- og menningarmála í Fjallabyggð?
Öll félög og einstaklingar tengdir menningarstarfsemi í Fjallabyggð hvort sem er í tónlist, myndlist, leiklist eða handverki, ljósmyndarar,
meðlimir kóra og starfsmenn gallería eða safna eru hvattir til þátttöku. Allir þeir sem áhuga hafa á málaflokknum eru einnig
velkomnir. Markmiðið er að móta heildstæða, sameiginlega sýn og stefnu í menningarmálum Fjallabyggðar og er þessi fundur fyrsta skrefið
í þá átt.
Lesa meira
25.03.2008
Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar óskar eftir að ráða karlmann í 100% starf. Þarf að geta hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi. Um er að ræða tímabundna ráðningu við sundlaugavörslu, baðvörslu (karla), hreingerningar og fleira.
Lesa meira
22.03.2008
Síðasta haftið í göngunum milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar var rofið í gær um kl. 17:30. Göngin eru 3,7 kílómetrar. Göngin milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar verða 6,9 kílómetrar að lengd. Þar er búið að grafa hátt í 3 kílómetra.
Steingrímur hjá www.sksiglo.is var auðvitað á staðnum og tók nokkarar myndir sem skoða má hér.
http://sksiglo.is/gallery/hedinsfjardargong/fostudagur_21._mars_2008/
Lesa meira
18.03.2008
Fjallabyggð auglýsir laus til umsóknar störf flokksstjóra í vinnuskóla Fjallabyggðar (Siglufirði og Ólafsfirði) sumarið 2008.
Lesa meira
18.03.2008
N4 Sjónvarp Norðurlands hóf útsendingar á landsvísu þann 12. mars. N4 verður á dreifikerfi Digital Ísland á rás 15 og verður fyrsta sjónvarpsstöðin á landsbyggðinni til að hefja útsendingar á landsvísu. Eins og íbúar Fjallabyggðar vita náum við hér í Fjallabyggð takmörkuðum fjölda rása Digital Íslands og munum við því ekki ná útsendingum N4 enn um sinn að minnsta kosti.
Lesa meira