Starf flokksstjóra

Krakkar í vinnuskólanum á Ólafsfirði sl. sumar
Krakkar í vinnuskólanum á Ólafsfirði sl. sumar
Fjallabyggð auglýsir laus til umsóknar störf flokksstjóra í vinnuskóla Fjallabyggðar (Siglufirði og Ólafsfirði) sumarið 2008. Flokksstjórar hefja störf í byrjun júní og vinna til 15. ágúst.

Starf flokksstjóra er gefandi starf með unglingum þar sem verkefni snúast að mestu um fegrun, umhirðu og slátt.

Við leitum að hressum, duglegum og samviskusömum einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa með unglingum í skemmtilegri útivinnu.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Fjallabyggðar eigi síðar en 23. apríl næstkomandi.

Umsóknareyðublöð fást á Skrifstofum Fjallabyggðar og hér undir umsóknir og eyðublöð.

Launakjör eru skv. kjarasamningi Fjallabyggðar við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir íþrótta- og tómstundafulltrúi á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar (Ólafsfirði) virka daga eða í síma 464-9200 (gsm: 863-4369)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi er alla jafna með viðveru á Siglufirði á fimmtudögum.