Atvinna – Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar

Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar
Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar
Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar óskar eftir að ráða karlmann í 100% starf. Þarf að geta hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi. Um er að ræða tímabundna ráðningu við sundlaugavörslu, baðvörslu (karla), hreingerningar og fleira.

 

Unnið er á dag- kvöld- og helgarvöktum.

Leitað er að starfsmönnum með góða þjónustulund, sem eiga gott með að umgangast jafnt börn sem fullorðna.


Æskilegt að umsækjendur séu eldri en 20 ára.

Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf sundstaða og skila heilbrigðisvottorði.

Umsóknareyðublöð fást í Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar, bæjarskrifstofum Fjallabyggðar og hér á netinu og skal umsóknum skilað í Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar fyrir 4. apríl 2008.

Laun skv. Kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 863-1466.