15.04.2008
Fimmtudaginn 10 apríl úthlutaði Menningarráð Eyþings verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings. Er þetta önnur úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Tónlistarhúsinu Laugarborg að viðstöddu fjölmenni. Alls bárust ráðinu 75 umsóknir um rúmar 60 milljónir. 49 verkefni hlutu styrk að upphæð rúmar 20 milljónir króna, þar af voru fjögur verkefni úr Fjallabyggð.
Lesa meira
15.04.2008
Bæjarskrifstofur Fjallabyggðar verða lokaðar eftir hádegi miðvikudaginn 23. apríl nk., vegna starfsmannafundar.
Skrifstofu- og fjármálastjóri.
Lesa meira
14.04.2008
Fjallabyggð auglýsir eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi eða félagasamtökum til að sjá um undirbúning og framkvæmdastjórn á hátíðarhöldum vegna Síldarævintýrisins, þ.e. hátíðarhöldum um verslunarmannahelgi 2008.
Lesa meira
11.04.2008
Fjallabyggð leitar að áhugasömum og framsæknum einstaklingi til að sinna starfi umhverfisfulltrúa.
Umhverfisfulltrúi ber ábyrgð á því að útlit bæjarins sé snyrtilegt og bæjarfélaginu til sóma. Hann þarf að hafa forustu um bætta umgengni, endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs og halda uppi fræðslu og áróðri í því skyni.
Lesa meira
09.04.2008
Skíðamót verða haldin í Siglufjarðarskarði helgina 12. - 13. apríl nk.
Keppt verður bæði laugardag og sunnudag.
Nafnakall kl. 12.30 við Markhús ( leitið upplýsinga í sjoppunni í þjónustuhúsinu )
Keppni hefst kl.13.00 báða dagana.
Lesa meira
08.04.2008
Leikfélag Siglufjarðar er með sýningu á Tveggja þjónn í Tjarnarborg nk. laugardag. Sýning hefst kl. 20:30 og húsið opnar kl. 20:00
Lesa meira
08.04.2008
Undanfarin ár hefur Siglufjarðarkaupstaður, nú Fjallabyggð, og Vátryggingafélag Íslands, VÍS, átt farsælt samstarf um tryggingavernd sveitafélagsins.
Uppgjör samnings sem var undirritaður árið 2005 fór fram í dag og endurgreiddi VÍS Fjallabyggð rúmar þrjár milljónir króna í ágóðahlut vegna samningsins.
Lesa meira
08.04.2008
Norðurlandsmót í badminton verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði laugardaginn 19. apríl.
Lesa meira
06.04.2008
Gengið hefur verið frá styrkveitingum vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu 2008-2009.
Lesa meira
06.04.2008
Bæjarstjórn Fjallabyggðar býður öllum þeim sem þess óska í
skoðunarferð inn í Héðinsfjarðargöng Siglufjarðarmegin milli klukkan
11:00 og 14:00 í dag, sunnudag.
Rútuferðir verða frá flugvellinum á um það bil 30 mínútna fresti en áætlað er að ferðin taki um 45 mínútur.
Hvatt er til að allir komi vel klæddir og skóaðir, en mikil bleyta og moldar leðja er víða í göngunum.
Lesa meira