5,2 milljónir til Siglufjarðar

Gengið hefur verið frá styrkveitingum vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu 2008-2009. Styrkirnir voru auglýstir í janúar sl. og voru 160 milljónir króna til úthlutunar. Umsóknarfrestur rann út 5. febrúar og bárust alls 303 umsóknir. Alls hlutu 77 verkefni styrk. Að þessu sinni komu 5, 2 milljónir í hlut umsóknaraðila úr Fjallabyggð. Ferðaþjónusta Siglufjarðar ehf, Siglufirði fékk 1.000.000 til markaðssetning vetrarferðamennsku.     
Rauðka ehf., Siglufirði fékk 1.200.000 vegna sjóstangveiði og skipulagning gönguferða á Tröllaskaga.    
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, Siglufirði fékk 3.000.000 til eflingar menningartengdrar ferðaþjónustu í Fjallabyggð.

Við mat á umsóknum var m.a. tekið tillit til hlutfalls starfa í veiðum og vinnslu á viðkomandi svæði, fjölda tonna sem skerðast, gæða og mögulegs árangurs verkefna auk fjölda starfa sem þeim er ætlað að skapa.
Iðnaðarráðuneytið hefur falið Ferðamálastofu að gera samninga við styrkþega um framvindu og árangursmat verkefnanna en styrkirnir verða greiddir út í tvennu lagi