Fimmtudaginn 10 apríl úthlutaði Menningarráð Eyþings verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings. Er þetta önnur úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Tónlistarhúsinu Laugarborg að viðstöddu fjölmenni. Alls bárust ráðinu 75 umsóknir um rúmar 60 milljónir. 49 verkefni hlutu styrk að upphæð rúmar 20 milljónir króna, þar af voru fjögur verkefni úr Fjallabyggð.
Ávörp fluttu Helga Haraldsdóttir skrifstofustjóri ferðamála í iðnaðarráðuneyti og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarráðs. Flutt voru tónlistaratriði af styrkþegum sem og danssýning frá Vefaranum. Að þessu sinni féll hæsti styrkur ráðsins í skaut tónlistarhátíðarinnar Akureyri
International Music Festival (AIM) Að hátíðinni stendur áhugahópur um fjölbreyttan og lifandi tónlistarflutning.
Þau verkefni í Fjallabyggð sem hlutu styrk voru:
Ljóðahátíðin Glóð, Ungmennafélagið Glói
Siglir mitt fley, Síldarminjasafnið á Siglufirði
Stuttmyndafestivalið Stulli, Félagsmiðstöðvar, Akureyri, Dalvík, Fjallabyggð, Norðurþingi
Íslensk Þjóðlög og saga síldveiðavið Ísland ætluð grunnskólabörnum í 4 bekk, Þjóðlagasetur sr. Bjarna og Síldarminjasafnið