Fréttir

Samningur undirritaður í 984 metra hæð

Sparisjóður Ólafsfjarðar og Creditinfo Ísland boðuðu til blaðamannafundar í 984 metra hæð uppá Múlakollu í Ólafsfirði í dag kl 14:00. Lagt var af stað frá gamla Múlaveginum ofan við Brimnes, á snjóstroðara og snjósleðum. Þegar upp var komið rituðu Jónas Björnsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Hákon Stefánsson starfandi stjórnarformaður Creditinfo Ísland undir samning um að Sparisjóði Ólafsfjarðar tæki að sér vinnslu verkefna fyrir Creditinfo Ísland. Áætlað að þessi verkefni skapi 2-4 ný störf í Sparisjóði Ólafsfjarðar, en reiknað er með að þeim geti fjölgað í framtíðinni og til greina kemur að sparisjóðurinn taki að sér vinnslu verkefna fyrir fyrirtæki Creditinfo Group erlendis.
Lesa meira

Menningarsjóður Sparisjóðsins

Í gærkveldi úthlutaði Menningarsjóður Sparisjóðs Siglufjarðar styrkjum til fjölda verkefna og listamanna. Karlakór Siglufjarðar söng nokkur lög fyrir gesti. Dúi og Stúlli tóku einnig  lagið og Þórarinn Hannesson flutti ljóð. Veitingar voru í boði Sparisjóðsins.
Lesa meira

Glæsilegur árangur í Skólahreysti

Krakkarnir frá Grunnskóla Siglufjarðar stóðu sig frábærlega í gærkvöldi í úrslitakeppni Skólahreysti. Það var lið Hagaskóla sem sigraði eftir skemmtilega og spennandi úrslitakeppni, fékk 53 stig.
Lesa meira

Til Siglufjarðar á undir 20 mínútum

Frá því segir á www.sksiglo.is að þegar sé farið að nýta sér göngin til að ferðast á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Steingrímur segir frá því að á ferð sinni í göngunum í morgun hafi hann mætt manni frá Ólafsfirði á leið til starfa á Siglufirði. Maðurinn hafði komið á snjósleða yfir í Héðinsfjörð og þaðan fór hann í gegnum göngin á jeppanum sínum sem hann geymdi í Héðinsfirði.
Lesa meira

Útboð

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í eftirfarandi tvö verkefni á Siglufirði.  
Lesa meira

Útboð

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð á Siglufirði og Ólafsfirði árið 2008. 
Lesa meira

Glæsilegur árangur hjá Gunnlaugu

Lokaathöfn stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Dalvíkurkirkju á mánudag. Þar komu fram átta nemendur sem allir lásu mjög vel. Skáld keppninnar voru að þessu sinni Jón Sveinsson (Nonni) og Steinn Steinarr. Á lokahátíðinni komu saman þeir þrír nemendur 7. bekkjar sem þóttu standa sig best í undankeppni hvers skóla í Dalvíkurbyggð og Ólafsfirði.
Lesa meira

Troðin göngubraut í Skeggjabrekkudal

Búið er að troða göngubraut langt inn í Skeggjabrekkudal. Fært er fyrir bíla upp í golfskála og byrjar brautin þar. Upp í dal er 12 stiga hiti, sól og blíða.  
Lesa meira

Stórar fréttir frá Steingrími og www.sksiglo.is.

Ljósmyndasafn Steingríms og vefurinn Lífið á Sigló hefur skipt um eigendur. Stofnað hefur verið fyrirtæki með nafninu SKSigló ehf. utan um rekstur þess. Eigendur fyrirtækisins eru Steingrímur Kristinsson og fyrirtækið Rauðka hf. en að því standa m.a. Róbert Guðfinnsson og Sparisjóður Siglufjarðar ásamt fleirum.
Lesa meira

Grunnskóli Siglufjarðar hefur fengið þrjár tilnefningar til foreldraverðlauna í ár.

Þann 15. maí n.k. munu Heimili og skóli – landssamtök foreldra veita hin árlegu Foreldraverlaun og er það nú gert í 13. sinn. Leitað var eftir tilnefningum um einstakling, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða skóla á leik-. grunn- og framhaldsskólastigi sem stuðlað hafa að árangursríkum leiðum til að efla samstarf foreldra og kennara og verkefnum sem hafa komið sér vel fyrir foreldra eða börn á einhvern hátt. Alls bárust 35 tilnefningar.
Lesa meira