Stórar fréttir frá Steingrími og www.sksiglo.is.

Ljósmyndasafn Steingríms og vefurinn Lífið á Sigló hefur skipt um eigendur. Stofnað hefur verið fyrirtæki með nafninu SKSigló ehf. utan um rekstur þess. Eigendur fyrirtækisins eru Steingrímur Kristinsson og fyrirtækið Rauðka hf. en að því standa m.a. Róbert Guðfinnsson og Sparisjóður Siglufjarðar ásamt fleirum.

Vefurinn Lífið á Sigló verður áfram með sama sniði og hingað til, til að byrja með. Þó munu smátt og smátt verða breytingar á vefnum, hann verður stærri að umfangi og sérstök ljósmyndasíða verður á vefnum með áherslu á gamlar ljósmyndir úr safninu þar á meðal mannamyndir. Þar verða lesendur hvattir enn frekar en hingað til, til að finna nöfn á fólk og aðrar þær upplýsingar sem til eru.

Ráðið verður starfsfólk sem sjá mun um skráningu þeirra ljósmynda í safninu sem komnar eru á stafrænt form.
Í burðarliðnum er stofnun sjálfseignarfélags sem bera mun nafnið Ljósmyndasafn Siglujarðar, en það verkefni verður unnið í samstarfi “Vildarvini Siglufjarðar”

Hægt er að lesa meira um framtíðaráformin á http://www.sksiglo.is/news/sksiglo_ehf./