Til Siglufjarðar á undir 20 mínútum

Frá því segir á www.sksiglo.is að þegar sé farið að nýta sér göngin til að ferðast á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Steingrímur segir frá því að á ferð sinni í göngunum í morgun hafi hann mætt manni frá Ólafsfirði á leið til starfa á Siglufirði. Maðurinn hafði komið á snjósleða yfir í Héðinsfjörð og þaðan fór hann í gegnum göngin á jeppanum sínum sem hann geymdi í Héðinsfirði. Ferðin til Héðinsfjarða hafði tekið 10 mín á vélsleðanum og ætlaði hann að það tæki aðrar 5 til 10 mín að fara komast alla leið til Siglufjarðar. Það munar talsverðu að vera 15 – 20 mínútur til Siglufjarðar heldur en klukkutíma yfir Lágheiðina.

Hægt er að lesa nánar um ferð Steingríms í morgun á http://www.sksiglo.is/news/hedinsfjardargong1111111111222224/