Umhverfisfulltrúi í Ólafsfirði eða á Siglufirði

Fjallabyggð leitar að áhugasömum og framsæknum einstaklingi til að sinna starfi umhverfisfulltrúa.  Umhverfisfulltrúi ber ábyrgð á því að útlit bæjarins sé snyrtilegt og bæjarfélaginu til sóma.  Hann þarf að hafa forustu um bætta umgengni, endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs og halda uppi fræðslu og áróðri í því skyni. Umhverfisfulltrúi hefur meðal annars umsjón með skipulagningu og umhirðu opinna svæða, sorphirðu og endurvinnslu, skipulagi umhverfismála og gerir umhverfisáætlanir, skipuleggur starfa vinnuskólans og starfar með umhverfisnefnd að öllum verkefnum sem tengjast umhverfismálum s.s.  staðardagskrá 21.

Menntunar- og hæfniskröfur:Menntun og/eða starfsreynsla á sviði garðyrkju og umhverfismála.
Víðtæk tölvuþekking.
Færni í að vinna með skipulagsgögn og teikningar.
Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Skipulagshæfileikar og frumkvæði við lausn verkefna.
Stjórnunarreynsla er æskileg.Umsóknarfrestur um starf umhverfisfulltrúa í Fjallabyggð er til og með 28. apríl nk.

Tengiliður: Stefán Ragnar Hjálmarsson Skipulags- og byggingafulltrúi Fjallabyggðar stefan@fjallabyggd.is s.464 9100