Kæru félagsmenn í Ólafsfirðingafélaginu og aðrir brottfluttir Ólafsfirðingar.

Ólafsfirðingafélagið hefur beðið okkur að birta eftirfarandi bréf til félagsmanna sinna og annarra brottfluttra Ólafsfirðinga.

Reykjavík 15. desember 2007.


Kæru félagsmenn í Ólafsfirðingafélaginu og aðrir brottfluttir Ólafsfirðingar.

Undanfarin ár höfum við í stjórn og skemmtinefnd staðið fyrir þorrablóti og hefur það verið eina starfsemi félagsins síðustu árin.  Hér áður fyrr vorum við bæði með jólatrésskemmtun og kökubasar auk þorrablótsins.  Allt þetta þarfnast undirbúnings og kostar peninga.  Félagsmönnum fækkar jafnt og þétt og engin nýliðun hefur átt sér stað.  Flest okkar hafa verið í stjórn og skemmtinefnd frá upphafi eða í 18 ár.  Nú teljum við að tími sé kominn til að aðrir taki við ef félagið á ekki að deyja út
 Við höfum tekið þá ákvörðun að fella niður þorrablótið 2008 bæði vegna þess að það er erfitt að fá sal fyrir þann fjölda sem hefur mætt undanfarin ár og þeim fækkar stöðugt sem mæta.  Ef stærri salur er fenginn þá mun miðaverð þurfa að vera mun hærra en áður og við metum það svo að við getum ekki tekið þá áhættu að eiga ekki fyrir kostnaði því eins og allir vita þá höfum við niðurgreitt miðana töluvert.
Við höfum ákveðið að halda aðalfund í febrúar – mars þar sem við allflest munum fara úr stjórn.  Nú skorum við á unga fólkið að sjá til þess að félagið lognist ekki út af.  Það vantar fólk í stjórn og skemmtinefnd.   Til þess að einhver endurnýjun eigi sér stað þarf yngra fólk að taka við sem dregur síðan með sér jafnaldra sína alveg eins og við gerðum á sínum tíma.  Við viljum því skora á einhverja til að tala sig saman og taka við félaginu á tilgreindum aðalfundi þegar hann verður, að öðrum kosti leggst félagið niður.  Við biðjum þá sem geta hugsað sér að fara í stjórn og skemmtinefnd að hafa samband við okkur fyrir miðjan febrúar.

Ragna Steina gaflarinn@isl.is Sími:  555 2031
Helga helgabj@gmail.com  Sími:  554 1953
Magga marsig@alfto.is  Sími:  553 0246
Sigurbjörg sími:   553 5696
Þórleifur selbr9@centum.is
Kalli karl@isfiskur.is
Gísli  dundur@dundur.is

Að lokum þökkum við fyrir ánægjulegt samstarf og sérstakar þakkir til þeirra sem hafa lagt okkur lið á uppákomum félagsins bæði með skemmtiatriðum og fyrir að mæta.

Bestu kveðjur
F.h. stjórnar og skemmtinefndar

Margrét F. Sigurðardóttir