Skráningarverkefni til Siglufjarðar á næstunni?

Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar átti næstbesta tilboð í skráningu sjúkraskráa fyrir slysa- og bráðasvið Landspítalans. Líkur eru á að einhver verkefni skili sér þó til heilbrigðisstofnunarinnar ef marka má frétt á mbl.is. Besta tilboð átti Conscriptor ehf. og verður gengið til samninga við fyrirtækið um verkefnið til 6 mánaða til reynslu. Ákveðið var að leita eftir samningum við Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar um möguleg skráningarverkefni önnur en þau sem útboðið náði til. Það verður því spennandi að sjá hvað kemur út úr samningaviðræðunum.