Styrkveitingar úr Íþróttasjóði

Menntamálaráðherra samþykkt á dögunum tillögur Íþróttanefndar um styrkveitingar úr Íþróttasjóði, alls að upphæð kr. 20.354.000 til 90 verkefna, en auglýst var eftir umsóknum í október sl. Alls bárust 158 umsóknir um styrki úr Íþróttasjóði að upphæð 177 m.kr. vegna ársins 2008. Að þessu sinni komu 800.000 kr. í hlut félaga í Fjallabyggð. Ungmennafélagið Glói fékk 200.000 kr. til kennslu og æfinga á íslenskri glímu. Golfklúbbur Ólafsfjarðar fékk 300.000 kr. til kaupa á kargasláttuvél. Íþróttafélagið Leiftur fékk 150.000 kr. til að bæta aðstöðu fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir og Skíðafélag Ólafsfjarðar fékk 150.000 kr. til uppsetningar snjógirðinga.