Skólamáltíðir á Siglufirði

Í dag, 1. apríl, hófust skólamáltíðir fyrir nemendur í 5.-10. bekk í Grunnskóla Siglufjarðar.  Það er Allinn sem sér um matseldina og þar matast börnin og þeir starfsmenn skólans sem þess óska.  Um 80 nemendur hafa nú skráð sig í fæði en lágmark er að kaupa 12 máltíðir í mánuði.  Á matseðlinum er fjölbreyttur hefðbundinn heimilismatur. 

Á heimsíðu skólans segir að á þessum fyrsta degi hafi allt farið vel fram, nemendur voru stilltir og prúðir og ýsan rann ljúflega niður með kartöflum, hamsatólg og rúgbrauði.  Þó nokkrir fóru tvær ferðir enda ungt og orkuríkt fólk hér á ferð. Hægt er að skoða myndir á heimasíðu skólans http://grunnskoli.fjallabyggd.is/