Frá Tónskóla Ólafsfjarðar - Innritun og skólaslit

Innritun í Tónskóla Ólafsfarðar fer fram frá 26. maí til .6 júní. Þeir sem áhuga hafa að stunda nám við skólann veturinn 2008 - 2009 geta haft samband í síma 464-9210 eða 898-2516. Skólinn hefur upp á að bjóða kennslu á flest öll hljóðfæri. Á þessu skólaári er meiningin að bjóða upp á nýungar. Boðið verður upp á ókeypis hópkennslu á blásturshljóðfæri, sem verður auglýst nánar í haust. Kennt verður á mandólín, banjó, fiðlu og hljómborð, kennt verður að nota rytma og hvernig  á að bera sig við að spila á skemmtara. Einnig verða skemmtileg námskeið næsta vetur sem verða auglýst síðar.

Skólaslit Tónskólans verða í Tjarnarborg þriðjudaginn 27. Maí kl. 18.00 og verða með hefðbundnu sniði. Farið verður yfir skólaárið 2007 - 2008 og veitt prófskírteini, nokkur tónlistaratriði verða flutt og síðan endum við skólaslitin með kökuáti.