Vinnuskóli Fjallabyggðar auglýsir skráningu nemenda

Skráning nemenda stendur nú yfir í vinnuskóla Fjallabyggðar sumarið 2008. Nemendur skulu skrá sig til vinnu bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði eða í Ráðhúsinu á Siglufirði eigi síðar en 9. maí nk. Einnig er hægt að skrá sig í félagsmiðstöðinni hjá Agnesi (Ólafsfirði) eða upp í skóla hjá Sísí (Siglufirði)   

Rétt til vinnu í Vinnuskólanum hafa unglingar fæddir 1992, 1993 og 1994

Áætlaður vinnutími er á tímabilinu 10. júní til 15. ágúst.

Ekki er þó hægt að raða niður tímasetningum eða ganga frá fjölda vinnuvikna fyrr en við sjáum hversu margir skrá sig, því er nauðsynlegt að skrá sig eigi síðar en föstudaginn 9. maí nk.

 

Íþrótta- og tómstundafulltrúi