Veglegar gjafir til grunnskólana

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á hátíðarfundi sínum í gær veglegar gjafir til grunnskóla Fjallabyggðar í tilefni af 90 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar. Samþykkt var að veita grunnskólunum tveimur 5.000.000 kr. hvorum að gjöf til kaupa á leiktækjum við skólana. Auk þess var samþykkt að veita 1.000.000 kr. til skráningar á skíðasögu Fjallabyggðar.

Ársreikningur  bæjarfélagsins fyrir árið 2007 var einnig samþykktur á fundinum. Rekstrarafgangur varð af rekstri bæjarfélagsins og  nam hann 210 millj. kr.
Ársreikningurinn sýnir gott sjóðsstreymi og góða stöðu sveitarfélagsins. Eigið fé hefur hækkað í 1.080.000.000 kr. úr 572.000.000 kr., veltufjárhlutfall hefur hækkað í 3,02 úr 2,65, veltufé frá rekstri hefur aukist úr 234.000.000 kr. í 367.000.000 kr. og afborganir langtímalána voru 170.000.000 kr. miðað við 227.000.000 kr. árið 2006.