Fréttir

Síldarævintýrið á Sigufirði 2008

Hátíðin í ár verður sérlega glæsileg og getur öll fjölskyldan fundið dagskrárliði við sitt hæfi.  
Lesa meira

Sundlaugin á Siglufirði - sumaropnun

Nú er framkæmdum á lofti og málun á sundlaugarkeri lokið, og því kominn eðlilegur sumaropnunartími í Íþróttamiðstöðinni á Siglufirði. Opið er um helgar frá 10:00-17:00 og mánudaga til föstudaga frá 6:30-21:00
Lesa meira

Hvað ef Ólafsfjörður væri í Sierra Leóne?

Í dag munu götukynnar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) heimsækja Ólafsfjörð og bjóða heimamönnum að gerast „heimsforeldrar“ eða styrktaraðilar UNICEF. Heimsforeldrar eru hópur einstaklinga sem styrkja starf UNICEF til hjálpar börnum í þróunarlöndunum með mánaðarlegu framlagi og eru íslenskir heimsforeldrar hvorki fleiri né færri en 14 þúsund.
Lesa meira

Mettúr hjá Sigurbjörginni

Sigurbjörgin  landaði í gær á Siglufirði afla úr Barentshafi. Verðmæti aflans var um 172 milljónir króna, sem ku vera mesta aflaverðmæti skipsins í einni veiðiferð til þessa. Hásetahluturinn er ríflega 1,7 milljónir króna.
Lesa meira

Póstkort til vina og ættingja

Borið hefur á fyrirspurnum um hvort mögulegt væri að nálgast fleiri póstkort með viðburðardagskrá Fjallabyggðar. Áhugasamir geta sótt sér fleiri póstkort á skrifstofur sveitarfélagsins. Kortin kosta ekkert.
Lesa meira

Verið að kvikmynda á Siglufirði

Á morgun mun Sigmar B. Hauksson framkvæmdastjóri verkefnisins „Siglufjörður, miðstöð skútusiglinga í Norður Atlantshafi" vera við kvikmyndatökur á Siglufirði ásamt kvikmyndaliði. Verið er að vinna að auglýsingu fyrir væntanlega alþjóðlega skútusiglingakeppni sem halda á Jónsmessunni 2009.
Lesa meira

Fundur í Bæjarstjórn Fjallabyggðar 8. júlí nk.

29. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 8. júlí 2008 kl. 17.00.
Lesa meira

Skarðsganga

Skarðsganga Þjóðlagahátíðar og Ferðafélags Siglufjarðar verður miðvikudaginn 2. Júlí. Mæting er á Ráðhústorgið á Siglufirði kl. 13.00. Gengið þaðan upp Hafnarfjall í u.þ.b. 500 mtr. hæð fyrir ofan bæinn.
Lesa meira

Opið í ræktina og pottinn

Opið er í dag í ræktina, sturtur og heita pottinn á Siglufirði, en ekki alveg lokað eins og var áður auglýst. Einnig er stefnt að því að opna sundlaugina sjálfa á laugardaginn.
Lesa meira

Frítt í golf á Skeggjabrekkuvelli

Í tilefni af 40 ára afmæli Golfklúbbs Ólafsfjarðar verður heimamönnum boðið frítt í golf á Skeggjabrekkuvelli Ólafsfirði, vikuna 30. júní -6. júlí.
Lesa meira