Skarðsganga

Skarðsganga Þjóðlagahátíðar og Ferðafélags Siglufjarðar verður miðvikudaginn 2. Júlí. Mæting er á Ráðhústorgið á Siglufirði kl. 13.00. Gengið þaðan upp Hafnarfjall í u.þ.b. 500 mtr. hæð fyrir ofan bæinn.
Skoðaðir verða Fífla- og Leirdalir og gengið þaðan í suðvestur átt yfir Dalaskarð, einnig verður gengið upp að Snók, síðan að Illviðrisskálum og niður Siglufjarðarskarðsveginn sem er frá 1946. Svo verður svo gengið til skógræktarinnar í Skarðdal þar sem gangan endar og grillað verður fyrir göngufólk kl. 17:00.

Breyting frá áður auglýstri leið er m.a. vegna snjóalaga í Siglufjarðarskarði. Teljum að nýja gönguleiðin sé ekki síður spennandi.
Mesti hæðamunur og klifur er í upphafi göngu, eftir það verður gangan nokkuð þægileg.
Komið vel útbúin í gönguskóm og klæðið ykkur eftir veðri. Gott að taka með nesti. Áætlaður göngutími er 4 klst.

Fararstjórar eru Örlygur Kristfinnsson, Mariska van der Meer og Ágústa Margrét Jónasdóttir. 

Þátttökugjald er kr. 1.000. Upplýsingar hjá Margréti í síma 467 1221 og á netfanginu http://www.sksiglo.is/news/skardasganga/vdm@simnet.is