Fréttir

Aðalfundur Landsbyggðin lifi:á Kópaskeri 23. ágúst:

Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi, verður haldinn á Kópaskeri 23. ágúst. Jafnframt verður efnt til málþings um atvinnumál og endað á hátíðardagskrá og dansi.
Lesa meira

Spennandi helgi framundan

Hestadagar Glæsis, Gnýfara og Svaða verða haldnir á Siglufirði 15. - 17. ágúst og Tónlistarhátíðin Berjadagar hefjast 15. ágúst.  
Lesa meira

Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2006/2007

Fiskistofa hefur nú úthlutað tæplega 82 % þess aflamarks, sem ráðstafað var í byggðakvóta fiskveiðiársins 2006/2007. Úthlutun til einstakra skipa kemur fram í meðfylgjandi töflu .
Lesa meira

Enn bilun í símkerfi Fjallabyggðar

Símkerfi stofnanna Fjallabyggðar er enn bilað, unnið er að viðgerðum. Vonast er eftir að kerfið komist í lag sem fyrst.
Lesa meira

Framhaldsskólinn og atvinnulífið

Verkefnisstjóri framhaldsskólans í Ólafsfirði verður í Fjallabyggð þriðjudaginn 12. ágúst eftir hádegi og miðvikudaginn 13. ágúst eftir hádegi. Hann hefur áhuga á að ræða við aðila úr atvinnulífinu til að kanna hugmyndina um vinnustaðanám. Áhugasamir hafið samband við Karítas á karitas@fjallabyggð.is eða í síma 464-9208 eða 898-8981.
Lesa meira

Nýjar myndir á vef Fjallabyggðar

Búið er að setja ný myndasöfn inn á vef Fjallabyggðar. Söfnin sem nú hafa verið sett inn eru með myndum af viðburðum sumarsins. Myndirnar eru teknar af Helgu Kvam og Völundi Jónssyni.
Lesa meira

Raddir í steini hljóma í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði

Tvíeykið Aurora Borealis heldur tónleika í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði föstudaginn 8. ágúst kl. 20.00. Þar syngja og leika saman Margrét Hrafnsdóttir sópran og Ólöf Sigurvinsdóttir sellóleikari.
Lesa meira

Hið árlega Pæjumót byrjar í dag

Pæjumótið byrjaði í dag. Fyrstu leikirnir hófust á hádegi. Að sögn mótshaldara hefur undirbúningur gengið mjög vel og reiknað er með að í bæinn komi á milli þrjú og fjögurþúsund gestir vegna keppninnar  
Lesa meira

Brúðubíllinn í Ólafsfirði

Sunnudaginn 10. ágúst kl. 16:00 mun brúðubíllinn sýna á planinu við Tjarnarborg. Það kostar ekkert að koma og sjá og eru sem flestir hvattir til að mæta.
Lesa meira

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Lesa meira