Aðalfundur Landsbyggðin lifi:á Kópaskeri 23. ágúst:

Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi, verður haldinn á Kópaskeri 23. ágúst. Jafnframt verður efnt til málþings um atvinnumál og endað á hátíðardagskrá og dansi.

Aðalfundur Landsbyggðin lifi hefst kl. 14:00. Stefnt að því að honum verði lokið um 17. Það verða venjuleg aðalfundarstörf, kosningar og ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
Undir liðnum önnur mál er hægt að taka fyrir, eftir því sem tími gefst til, ýmis mikilvæg mál sem varða byggðir landsins og starfsemi samtakanna.
Félög sem eru aðilar að LBL eiga kost á að senda fulltrúa til aðalfundarins með fullum atkvæðisrétti sem hér segir: Einn fulltrúi ef meðlimatalan er 15 eða færri, tveir fulltrúar fyrir 16-40 félaga og 3 fyrir fleiri en 40 félaga.
Þótt aðeins séu fáir fulltrúar á aðalfundinum með fullan atkvæðisrétt er sjálfsagt fyrir félög að kjósa varamenn. Og svo á að hvetja sem flesta til að vera á fundinum og taka þátt í samkomum dagsins. 

Málþing um atvinnumál í Þingeyjarsýslum verður fyrir hádegi, kl. 10:00 – 12:30. Stuttar framsögur flytja m.a. Gunnar Jóhannsson hjá Atvinnuþróunarfélaginu og Aðalsteins Baldvinssonar formaður Framsýnar – stéttarfélags. Spurningum svarað og pallborðsumræður. 

Skjálftasetrið sem verið er að byggja upp á Kópaskeri, m.a. að frumkvæði Framfarafélagsins, verður skoðað og um kvöldið býður Sveitarfélagið Norðurþing til kvölverðar og svo verður gleðskapur sem endar með tónlist og dunandi dansi