Raddir í steini hljóma í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði

Tvíeykið Aurora Borealis heldur tónleika í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði föstudaginn 8. ágúst kl. 20.00. Þar syngja og leika saman Margrét Hrafnsdóttir sópran og Ólöf Sigurvinsdóttir sellóleikari.


Þær flytja íslensk þjóðlög sem komu nýverið út á geisladiski þeirra sem nefnist Hjartahljóð. Lögin eru í einföldum og tærum útsetningum Sigursveins D.Kristinssonar, Hallgríms J. Jakobssonar, Jórunnar Viðar og Ferdinands Rauter.  Einnig prýða efnisskrána brot úr verki Snorra Sigfúsar Birgissonar „Lysting er sæt að söng” auk sönglaga eftir Sigvalda Kaldalóns og Jón Þórarinsson.