Fréttir

Baldur Ævar keppir í Peking

Fimm íslenskir íþróttamenn undirbúa sig nú fyrir Ólympíumót fatlaðra sem fram fer í Peking í september og keppa þar í sundi, frjálsíþróttum og kraftlyftingum. Þeirra á meðal er Ólafsfirðingurinn Baldur Ævar Baldursson sem keppir í langstökki. Baldur Ævar er öflugur íþróttamaður í fleiri en einni grein og hefur m.a. hlotið styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ. Baldur Ævar starfar hjá Fjallabyggð við íþróttasvæðin í Ólafsfirði.
Lesa meira

Sorphirða í Siglufirði

Eins og flestir vita tók Seyra ehf. að sér sorphreinsun og umsjón með gámasvæði í Siglufirði þann 15. júlí sl. Gámasvæðið í Siglufirði er opið sem hér segir: Virka daga frá kl. 13:00 til 18:00 Laugardaga frá kl. 15:00 til 18:00 Vaktmaður er á staðnum á þessum tímum. Siglfirðingar er vinsamlegast beðnir um að virða þessa opnunartíma! 
Lesa meira

Allt á floti alstaðar

Á sksiglo.is - Lífið í Fjallabyggð má finna fréttir og frábærar myndir af hinum mikla vatnsflaumi sem valdið hefur miklum töfum við gangnagerðina undafarið. http://www.sksiglo.is/news/hednsfjardargong_ol./
Lesa meira

Byggðastofnun skoðar veikleika og styrkleika Fjallabyggðar

Eitt af verkefnum sem tilgreind eru í byggðaáætlun 2006-2009 nefnist „Athugun á stöðu byggðarlaga sem búa við viðvarandi fólksfækkun“. Þar segir m.a.: „Gerð verður athugun á stöðu byggðarlaga sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun. Styrkleikar þeirra og veikleikar verða metnir og greindir möguleikar til eflingar byggðarlaganna.“ Fjallabyggða var eitt þeirra byggðalaga sem skoðaða var.
Lesa meira

Prince Albert II á Siglufirði

Við höfnina í Siglufirði liggur lúxus skemmtiferðaskipið Prince Albert II. Skipið er nefnt í höfuðið á Prins Albert II frá Monaco, en hann gaf skipinu nafn á sínum tíma.
Lesa meira

Skráning í hóp áhugafólks um flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu

Seyra ehf stendur fyrir stofnun hóps áhugafólks meðal almennings í Fjallabyggð. Markmiðið með þessum hópi er að fá fólk til skrafs og ráðagerða um flokkunar- og endurvinnslumál.   Hugmyndin er að þannig geti orðið skapandi umræða í hópnum um þessi mál, sem ætti að vera öllum til góðs.
Lesa meira

Framkvæmdir í Fjallabyggð.

Nú er mikið um að vera í Fjallabyggð. Fyrir utan gangagerð milli byggðakjarnanna eru margir einstaklingar og fyrirtæki ásamt sveitarfélaginu að byggja, bæta, laga og snyrta eignir sínar og umhverfi.
Lesa meira

Miðaldasteming á Gásum

Miðaldasteming mun ríkja á Gásum helgina 19. og 20. júlí milli kl 11 og 17. Á Laugardeginum 19. Júlí kl 12:30 mun Svanfríður I. Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, bregða sér i gervi héraðshöfðingja og setja kauptíðina á Gásum að fornum sið og sönghópurinn Hymnodia syngur lög frá miðöldum. 
Lesa meira

Auglýst er eftir áhugasömum styrkþegum

Sveitarfélagið Fjallabyggð auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að sækja um styrkhæf verkefni í styrktarsjóð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands ( EBÍ ).
Lesa meira

Berjadagar í Ólafsfirði

Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði verður haldin í tíunda sinn dagana 15. til 17. ágúst næstkomandi.
Lesa meira