Auglýst er eftir áhugasömum styrkþegum

Sveitarfélagið Fjallabyggð auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að sækja um styrkhæf verkefni í styrktarsjóð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands ( EBÍ ).

Tilgangur sjóðsins er að styðja og styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum.

Umsóknarfrestur umsókna er til loka ágústmánaðar. Reglur styrktarsjóðsins og umsóknareyðublöð má nálgast á http://www.brunabot.is/