Skráning í hóp áhugafólks um flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu

Seyra ehf stendur fyrir stofnun hóps áhugafólks meðal almennings í Fjallabyggð. Markmiðið með þessum hópi er að fá fólk til skrafs og ráðagerða um flokkunar- og endurvinnslumál.   Hugmyndin er að þannig geti orðið skapandi umræða í hópnum um þessi mál, sem ætti að vera öllum til góðs.

Þarna mun því fólki sem vill skrá sig, gefast tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar og koma með hugmyndir og tillögur.
Fólk sem hefur skráð sig mun fá tölvupóst um framvindu mála hjá Seyru, og vera með í umræðunni um hvernig þessi mál eru að þróast. Vonast er eftir góðri þátttöku íbúa Fjallabyggðar.

Smelltu hér ef þú vilt vera með í þessum hópi.