Hátíðin í ár verður sérlega glæsileg og getur öll fjölskyldan fundið dagskrárliði við sitt hæfi.
Síldarævintýrið 2008 - Hátíðin í ár verður sérlega glæsileg og getur öll fjölskyldan fundið dagskrárliði við sitt hæfi.
Þegar Siglufjörður var síldahöfuðstaður heimsins unnu þúsundir verkamanna og kvenna við síldina og nokkurs konar gullgrafarastemming var ríkjandi
Íbúafjöldinn var eins og í stórborg, allstaðar líf og fjör. Þessa stemmingu er ætlunin að reyna að endurskapa með virkri þátttöku heimamanna og gesta.
Þeir sem koma fram á Síldarævintýrinu nú í sumar eru m.a.: Fram koma Þorvaldur Halldórsson, Gylfi Ægisson, Páll Óskar og Eyþór Ingi. Popphljómsveitirnar Bermúda, Silfur, Heldri menn, Bátsmanntríóið, Tröllaskagahraðlestin og Miðaldamenn með Sturlaug Kristjánsson í fararbroddi.Einnig munu hin frábæru Eisi Kristjáns, Ragna Dís, Fannar, Þórarinn, Danni, Stúlli og Dúi koma fram Dansleikir verða haldnir bæði utan og innandyra, og skemmtidagskrá verður á torginu jafnt dag sem kvöld.
Einnig verður boðið upp á golfmót, hestaferð, gönguferð, fjallahlaup og myndlistarsýningar. Andlitsmálun verður einnig í boði fyrir börnin og hin stórskemmtilegu Sprell-leiktæki munu vera á staðnum. Einnig fá börnin að spreyta í dorgveiðikeppni og í söngvakeppni barnanna. Síldarminjasafnið með Roaldsbrakka, Gránu og Bátahúsinu verður að sjálfsögðu opið og þar verður söltun með öllu því fjöri sem síldarstúlkurnar eru þekktar fyrir. Einnig verða haldnir tónleikar í Bátahúsinu þar sem sjómannalögin vera tekin fyrir og heitir sýningin Óskalög sjómanna. Að vanda verður messað í Hvanneyrarskál og Gústa guðsmanns verður minnst. Hið árlega sjóstangveiðimót Sjósigl verður að venju haldið um verslunarmannahelgina.
Á Siglufirði eru frábær tjaldstæði í hjarta bæjarins og við Stóra-Bola, gistingu er einnig hægt að fá innan dyra á gistiheimilinu Hvanneyri. Sundlaugin verður opin frá morgni til kvölds og verslanir hafa rúman opnunartíma. Góður golfvöllur er til staðar og skemmtilegar gönguleiðir við allra hæfi í næsta nágrenni og hægt verður að aka yfir hið stórfenglega Siglufjarðarskarð.
Löggæsla á hátíðinni verður ströng og munu lögregla og björgunarsveitir vera til taks allan sólarhringinn en einnig er mjög góð heilsugæsla í bænum sem verður í viðbragðsstöðu alla helgina.
Búið er að gera hátíðarlag Síldarævintýris 2008. Lag og texti er eftir Sigurð Ægisson og söngur er í höndum Þorvaldar Halldórssonar og Gylfa Ægissonar. Hljómsveitin Miðaldamenn sá um hljóðfæraleik og kvartettinn ÓB sá um raddir. Upptaka var í höndum þeirra Magnúsar Ólafssonar og Gunnars Smára Helgasonar sem einnig sá um hljóðblöndun og masteringu. Hægt er að ná í lagið á þessari slóð http://files.viska.is/FullurSjor/
Dagskrá hátíðarinnar má finna undir viðburðadagatalinu, einnig verður hún birt hér á eftir í heild sinni
Við bjóðum alla landsmenn hjartanlega velkomna til Siglufjarðar.
Kynnir á Síldarævintýrinu verðu Leikarinn og skemmtikrafturinn Theodór Júlíusson.
Fimmtudagur 31. júlí
Siglufjarðarkirkja
Kl. 20:00
Tónleikar í Siglufjarðarkirkju
Þorvaldur Halldórsson,
Sigurður Ægisson
Bíósalurinn
Kl. 23:00
Diskótek frítt inn
Bíóbar
Kl. 23.00
Eisi Kristjáns lemur strengi
Allinn
Kl. 23:00
Forsæludansleikur frítt inn
Tekið forskot á sæluna
Föstudagur 1. ágúst
Ráðhúsið
Myndlistarsýning
Jóhanna Bogadóttir
Leikfélagshúsið Suðurgötu 10.
Myndlistarsýning
Gylfi Ægisson
Togarabryggjan
Kl. 14.30 Tekið á móti sjóstangveiði
mönnum
Ráðhústorg
Kl. 16.00 Upphitun á Torginu
Harmonikkuleikarinn Stúlli
Hljómsveitin Heldri menn
Dúettinn Ragna Dís og Fannar
Blöndalslóð
Kl. 17.00 Sprell leiktæki opið fram á kvöld.
Ráðhústorg
Kl. 20.00 Tónleikar á sviði
Gylfi Ægisson fjöldasöngur
Páll Óskar
Dúettinn Stúlli og Dúi
Tröllskagahraðlestin heldur
upp fjöri fram á nótt.
Bíósalurinn*
Kl. 23.00 Páll Óskar
Allinn*
Kl. 23.00 Dúettinn Stúlli og Dúi
Laugardagur 2. ágúst
Skarðshlaup*
11.00 Hlaupið í skarðið.
Golfvölurinn að Hóli*
Kl. 11.00 Opna SPS golfmótið
Blöndalslóð*
Kl. 13.00 Sprell leiktæki opið fram á kvöld.
Ráðhústorg
Kl. 14.00 Tónleikar
Söltunargengi tekur lagið
Óskalög sjómanna
Gylfi Ægisson og hljómsveit
Dúettinn Ragna Dís og Fannar
Dúettinn Tóti og Danni
jasssöngkonan Margot Kiis
Togarabryggja
Kl. 14.30
Tekið á móti sjóstangveiðimönnum
Síldarminjasafn
Kl. 15.00 Söltunarsýning Bryggjuball
Harmonikkutónlist
Kl. 16.00 Söltunarsýning Bryggjuball
Harmonikkutónlist
Bíósalurinn
16.00 Haf- liðar afhenda gjöf
Til Siglufjarðar.
Þjóðlagasetur*
Kl.17.00 Tónleikar
Þórarinn Hannesson og fleiri.
Bátahúsið*
Kl. 20.00 Óskalög sjómanna
Á frívaktinni
Þorvaldur, Gylfi, Theodór,
Dúi og fleiri.
Ráðhústorg
Kl. 21.00 Tónleikar á sviði
Hljómsveitin Bermúda
Eyþór Ingi og hljómsveit.
Tröllskagahraðlestin heldur
upp fjöri fram á nótt.
Allinn*
Kl. 23.00 Dúettinn Stúlli og Dúi
Bíósalurinn*
Kl 23.00 Hljómsveitin Bermúda
Bíóbar
Kl 23.00
Eisi Kristjáns Lemur strengi
Sunnudagur 3. ágúst
Gönguferð*
Kl. 08.00 Frá Ólafsfirði í Héðinsfjörð og
þaðan til Siglufjarðar. Sætaferðir frá
Siglufirði kl. 07.00
Hestaferð
Kl. 11.30
Hestamannafélagið Glæsir ríður
fylktu liði upp í Hvanneyrarskál
Hvanneyrarskál
12.00 Helgistund í
séra Sigurður Ægisson
Golfvöllurinn að Hóli*
Kl. 11.00 Opna Bás golfmótið
Blöndalslóð
Kl. 13.00 Sprell leiktæki opið fram á kvöld.
Ráðhústorg
Kl. 14.00 Tónleikar
Söltunargengi tekur lagið
Bátsmannstríóið
Eisi Kristjáns
Frá Óperu til Idols
Dúettinn Gido og Thiago
Þorvaldur Halldórsson og hljómsveit
Óskarsbryggja
Kl. 15.00 Dorgveiðikeppni barna
Umsjón:Björgunarsveitin Strákar
Síldarminjasafn
Kl. 16.00 Söltunarsýning Bryggjuball
Harmonikkutónlist
Ráðhústorg
Kl. 16.30 Söngvakeppni barna.
Tónlistaratriði frá Tónskóla Siglufjarðar
Verlaunaafending fyrir dorgveiði- og
söngvakeppni
Ráðhústorg
Kl. 21.00 Tónleikar á sviði
Hljómsveitin Silfur
Dúettinn Stúlli og Dúi
Tröllskagahraðlestin heldur
upp fjöri fram á nótt.
Allinn
Kl. 22.00 Fjöldasöngur
Gylfi Ægisson
Bíósalurinn*
Kl.23.00 Hljómsveitin Silfur
Allinn*
Kl. 23.00 Dúettinn Stúlli og Dúi
ásamt Gylfa Ægis