Á morgun mun Sigmar B. Hauksson framkvæmdastjóri verkefnisins „Siglufjörður, miðstöð skútusiglinga í Norður Atlantshafi" vera við kvikmyndatökur á Siglufirði ásamt kvikmyndaliði. Verið er að vinna að auglýsingu fyrir væntanlega alþjóðlega skútusiglingakeppni sem halda á Jónsmessunni 2009.
Til stóð að þessu auglýsing yrði mynduð á siglingakeppninni sem vera átti á síðustu Jónsmessu en eins og flestir vita varð að fresta þeirri keppni vegna veðurs. Að sögn Sigmars mun sú keppni væntanlega falla niður. Ekki hafi verið hægt að finna nýja dagsetningu sem hafi hentað til myndatöku á kynningarefni fyrir fyrirhugaða keppni að ári. Nauðsynlegt sé að myndataka á kynningarefninu fari fram á bjartri nóttu, það sé hluti að aðdráttarafli keppninnar fyrir erlenda siglingakappa. Því hafi verið brugðið á það ráð að fá nokkrar skútur í smá „leikrit“ til að mynda kynningarefnið. Myndað verður við Siglufjarðarhöfn og á firðinum, auk þess sem myndað verður úr flugvél yfir væntanlegri siglingaleið keppninnar. Fengnar hafa verið þrjár skútur til að taka þátt í verkefninu.
Reiknað er með að allt kynningarefni þ.á.m. bæklingar, myndband og heimasíða verði tilbúið um miðjan ágúst. Í lok september verður svo haldin kynningarfundur í London til að kynna keppnina.