Skíðafélag Ólafsfjarðar fær veglegan styrk

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, úthlutaði í dag styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Að þessu sinni var úthlutað úr tveimur flokkum; annars vegar íþróttastyrkjum og hins vegar styrkjum sem veittir eru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta.  

Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í apríl síðastliðnum og bárust alls 64 umsóknir í flokki ungra afreksmanna og 38 umsóknir um íþróttastyrki. Alls komu 5,8 milljónir til úthlutunar; 8 aðilar hlutu íþróttastyrk en styrkir í flokki ungra afreksmanna voru 24.

Skíðafélag Ólafsfjarðar fékk kr. 400.000,- til uppbyggingar á aðstöðu og tækjabúnaði og var það hæsti styrkurinn að þessu sinni. Nánar má lesa um styrkveitinguna á www.kea.is