Til hamingju með daginn

Ágætu íbúar Fjallabyggðar. Ég óska ykkur innilega til hamingju með daginn. Í dag er Siglufjarðarkaupstaður 90 ára og er það stór dagur í huga allra Siglfirðinga sem og annarra íbúa Fjallabyggðar. Við eigum langa og stórmerkilega sögu, sem of langt mál væri að fara með hér. Í dag þriðjudag er sjálfur afmælisdagurinn. Skipulögð dagskrá er frá kl. 11:00 til 15:00 en þá verður hátíðarfundur bæjarstjórnar í tilefni dagsins. Á laugardaginn kemur verður síðan haldið upp á afmælið með veglegri veislu fyrir íbúa Fjallabyggðar og aðra góða gesti. Það er því mikilvægt að bæirnir okkar skarti sínu fegursta þessa vikuna og um helgina. Ég hvet því alla til að snyrta í kringum hús sín og fyrirtæki. Hlakka til að sjá ykkur á röltinu. Þórir Kr. Þórisson, bæjarstjóri Dagskráin í dag Dagskráin á Laugardag