Vinna við stefnumótun í Fjallabyggð

Starfsmenn á fundi um starfsmannamál
Starfsmenn á fundi um starfsmannamál
Vinna við stefnumótun Fjallabyggðar hefur staðið yfir í apríl og maí. Í þessum áfanga er unnið að stefnumótun í fræðslu-, menningar-, frístunda- og starfsmannamálum, en fyrirhugað er að hefja vinnu við stefnumótun í félagsmálum, málefnum stjórnsýslunnar og fleiru í haust.

Stefnumótunin er unnin í samstarfi starfsfólks og fulltrúa í nefndum. Fundir hafa verið haldnir með fulltrúum starfsmanna og annarra hagsmunaaðila til að leita eftir sjónarmiðum þeirra varðandi þessi málefni. Um þessar mundir eru vinnuhópar að vinna úr því efni sem til varð á fundunum og skrifa tillögur að stefnuskjölum. Tillögurnar munu svo koma til umfjöllunar nefnda í júní.

Á myndinni má sjá þátttakendur á fundi um málefni starfsmanna taka þátt í hugarflugi um það hvað einkenni góðan vinnustað.